Skírnir - 01.01.1888, Page 64
66
SVÍÞJÓÐ.
rituninni og helstur af foringjum þeirra er Esaias Tegnér
Lundi, sonur hins alkunna skálds.
Jenny Lind, hin heimsfræga sænska söngkona, dó á Eng-
!andi 2. nóv., 66 ára að aldri.
Önnur smáríki í Evrópu.
Á Spáni, Hollandi og Grikklandi, í Portúgal, Sviss, Monte-
negro, Rúmeníu1) og Serbíu hefur ekkert verulegt gerzt, sem
vert er að geta í Skirni og frá Búlgariu og Tyrklandi er sagt
i Evrópukaflanum. Stórveldin eru að reyna að fá þessi ríki í
lið með sér, þegar hinn mikli ófriður kemur, sem allir búast
við, en þau vilja helst vera utan við þann hrikaleik. Margt
hefur verið talað um að rikin á Balkansskaga ættu að gera
samband móti Rússum, en það verður ekki af því; í fyrsta lagi
er svo mikill rígur á milli þeirra, að þau koma sér aldrei
saman um neitt og í öðru lagi eru stjórnirnar i Montenegro og
á Grikklandi vinveittar og tengdar Rússum og stór flokkur í
Rúmeníu og Serbíu er Rússum fylgjandi og þakklátur fyrir
lausn undan Tyrkjum. þó að Mílan Serbakonungur sé vinur
Austurríkis og Karl af Hohenzollern, Rúmena konungur, vinur
þýzkalands, þá vill hin serbneska og rúmenska þjóð gjarnan
ná löndum sinum (2—3 miljónum Serba og Króata og 21 ’a
miljón Rúmena) undan Austurriki og Búlgarar vilja ná í þá landa
sina, sem enn eru á valdi Tyrkjans.
í Belgíu var um vorið 1887 verkfall og uppreisn, likt og
um vorið 1886. Margir tugir þúsunda af fólki vinna þar í
kolanámum og verksmiðjum fyrir laun, sem þeir ekki geta lifað
af, þegar hart er i ári. Stjórnin hafði lagt tolla á innflutt
kjöt og korn 10. dagmaím., svo það hækkaði í verði. Æsinga-
menn frá Frakklandi og þýzkalandi komu niður í kolanám-
urnar, í veitingahús og á heimili þessara manna. þeir sýndu
þeim, að meðan þeir gengi soltnir í myrkrunum lifðu aðrir á
’) þetta land heitír að réttu lagi Romania og því nafni kalla landv
búar sjálfir landið.