Skírnir - 01.01.1888, Page 65
ÖNNUR SMÁRÍKI í EYRÓPU.
67
vinnu þeirra i glaum og gjálífi, leti og siðaspillingu. Bækl-
ingur eptir franskan mann, Défuisseaux, sem heitir «Katekismus
þjóðarinnar*, var lesinn á hverju heimili; hann brýnir fyrir
þeim réttindi þeirra og vægir ekki húsbændunum eða böðlun-
um, sem þeir eru kallaðir. Vinnumenn hættu að vinna 5 dög-
um eptir að hin nýju tollalög voru samþykkt á þingi og fóru í
stórhópum um landið. þeir krítuðu með stóru letri á húsin.
sem þeir fóru fram hjá: lifi verkfallið, neyddu aðra til að
hætta vinnu og gjörðu óspektir. Sumstaðar sprengdu þeir hús
og brýr í lopt upp. Hersveitir komu nú lil, uppreisnin var
kæfð vægðarlaust og með slikri grimmd, að skotið var á kvenn-
fólkshópa. það var hægt að brjóta uppreisnina á bak aptur
fyrir vopnað herlið. þingið fór að tala um að bæta kjör vinnu-
fólks, en hefur lítið gert að því enn. Aptur á móti hefur það
veitt mikið fé til víggirðinga og varna. Belgar eru hræddir
um að landið verði bardagavöllur Frakka og þjóðverja.
Asía.
Kínland.
Evrópunýjuiigar. Járnbrautir. Útflutningar. Rússar.
1 þessu riki býr mannfólkið eins og mý á mykjuskán og
keisarinn í Peking veit ekki tölu sinna þegna. í öllum must-
erum er slegið upp í nafni keisara, að eilifur friður muni hér
eptir sem áður rikja i hinu himneska riki (þ. e. ríki sjálfs hans).
Tii að sýna hvernig Kínverjar taka sumum nýjungum frá Evrópu,
set jeg hér kafla úr blaði stjórnarinnar í Peking vorið 1887
um Evrópumenn: Utlendingar segja oss að elska náungann
eins og sjálfa oss og þó kenna þeir oss um leið, að drepa
hann á sem lengstu færi og með sem minnstri hættu og selja
oss vopn, fullkomin i manndrápum.
Tseng, sem hefur verið sendiherra Kinverja viða i Evrópu, er
að þakka, að byrjað er að leggja járnbrautir. það var haft á
mótijþeim, að þær væru óguðlegar, hættulegar o. s. frv. en