Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 69

Skírnir - 01.01.1888, Side 69
AFRÍKA. 71 og fór til Ameríku; síðan ferðaðist hann víða um Evrópu og var alstaðar fagnað sem hinum mesta ferðaskörung, er nú er uppi. I Lundúnum var hann gerður að heiðursborgara í City. J>að hafði verið talað um að gera út menn til að bjarga Emin Bey. Egyptajarl lofaði 180,000 krónum til þess og gerði Emin að Pasja. Auðmenn á Englandi kváðust mundu leggja til það sem á vantaði og fengu Stanley til að taka að sér ferðina. Honum höfðu boðizt 40,000 dollars1), ef hann vildi koma til Astralíu og halda nokkra fyrirlestra skömmu áður, en hann neitaði því. Hinn 20. dag janúarm. lagði hann af stað ti! Egyptalands. þar hafði hann tal af dr. Junker, þýzkum manni, sem hafði komizt austur til Zanzibar frá Emin Pasja eptir langa hrakninga, Nú gat Stanley farið 3 leiðir 1) eptir Níl- fljótinu, sem var lengsta leiðin 2) eptir Congófljótinu 3) frá Zanzibar, sem var styzta leiðin. Hann vildi ekki fara Zanzibar- leiðina, því hann vissi að á henni voru margir og harðsnúnir þjóðflokkar, sem áttu i sífelldum ófriði innbyrðis, og svo var langt. og torsótt og um fjöll að fara, áður en komið var til hinna miklu vatna, og hefði orðið að bera skip í smábútum alla þá leið. Hann kaus því Congóleiðina. Frá Egyptalandi fór hann til Zanzibar og þar hitti hann Tippú Tib, hinn fraeg- asta þrælasölumann í Afríku. Hann sá, að sér gat orðið meira Hð að þessum manni en heilum her, þó atvinna hans væri sví- virðileg. Hann lofaði honum þvi óspart fílabeini og öðrum góð- gætum í liðveizlulaun. Tippú lét tilleiðast og þeir lögðu af stað sjóveg til Congó með allt að 1000 manns. A leiðinni upp eptir Congó átti Stanley i margskonar basli; sumstaðar vantaði mat og á einum stað neitaði trúarboðarafélag að ljá honum gufu- skip og hann varð að taka það með valdi. Hann skildi Tippú Tib eptir við ofanvert Congófljótið, þar sem heitir Stanley Balls, og er sá staður við fljótið kallaður eptir Stanley sjálf- Urn. Tippú átti að vera nokkurskonar undirjarl undir Congó- jarlinum. Stanley hélt leiðar sinnar og úr Congófljótinu upp eptir Aruvimifljótinu, sem rennur í það. þar tjaldaði hann og ‘) I dollar = 3 krónur 73 aurar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.