Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 70

Skírnir - 01.01.1888, Side 70
72 AFRÍKA. víggirti tjaldstæðið. Hann skildi þar eptir nokkuð af liði sinu, sem átti að viða að vistum, bera fregnir o. s. frv. Síðan lagði hann af stað upp í land, sem er að öllu leyti óþekkt og ókannað. þetta var í júní og kvaðst hann vonast eptir, að hitta Emin Pasja í september, ef allt gengi vel, færa honum Pasja-titilinn og koma honum burt. Siðan hafa komið ótal flugufregnir um dauða Stanleys og blöðin hafa opt komið með æfiminningu hans. Allar þær fréttir eru lygar og tilbúningur. Ef allt fer skaplega, þá kemur Stanley til Evrópu á þessu ári (1888) með handritið af bók sinní «How I found Emin Pasha» (Frá því hvernig jeg fann Emin Pasja). Á árinu 1887 bárust bréf frá Emin til Evrópu, en þau voru ársgömul. I þeim segist hann vera ánægður, þar sem hann er, og veit ekkert um ferð Stanieys. Nokkrir svertingjar hafa verið sendir til hans um Zanzibarleiðina, til að láta hann vita um ferðina. Síðasta bréf frá Emin Pasja, sem borizt hefur til Evrópu, er ritað 17. apríl 1887; hann segir í því, að hann viti að það eigi að hjálpa sér burt, en hann vilji ekki yfirgefa land sitt í Afríku. Næsti Skírnir verður að segja frá ferð Stanleys. Ameríka. Bandarlkin (United States. U. S. A.) Framfarir. Ávarp forseta til þings í Washington. Ný lög. Innflutn- ingar. Anarkistar. Óknyttir. Bókmenntir. Mannalát. það er venjuiega talað um Bandaríkin einsogþau væru eitt ríki, líkt og Frakkland eða Spánn. En þau eru nærri eins mikil að viðáttu og öll Evrópa og hvert ríki af hinum 38 sam- bandsríkjum, hefur stjórn, þing, og atvinnuvegi fyrir sig, þó þau hafi öll eitt sameiginlegt þing i Washington. jþað er eins og ef Evrópa öll væri eitt bandaríki og öll ríkin hefðu eitt sameiginlegt þing t. d. í Prag, sem er hérumbil í miðri Evrópu. Ibúarnir í þessu ríki fjölga um þriðjung á hverjum 10 árum og manntal er líka tekið á þeim fresti. Síðasta manntal var tekið 1. júní 1880, og þá voru 50,155,783 íbúar að fráskildum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.