Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 87
ÍSLAND.
89
þetta svo létt. Ef þeir halda, að hið nýja stjórnarskrárfrum-
varp verði til skaða fyrir Island, er það skylda þeirra að sam-
þykkja það ekki, án tillits til þjóðhylli eða dómfellingar i öðr-
um löndum».
Nú er að segja hvernig hin dönsku blöð tóku þessu.
Politiken gat um greinarnar í Times 9. október, en 22. október,
áður en hin síðasta grein í Times barst til Hafnar, kom grein
i Dagbladet, sem hét Danmark og Island; htín brúkar margar
af þeim röksemdum, sem eru í Tímesgreininni 21. október, t. d.
B. Sveinsson í Andvara, ávarp þings til konungs o. s. frv.
þegar ráðgjafi neiti lögum, þá fari hann eptir ráðum lands-
höfðingjans yfir íslandi. Yms ófullburða lög frá þinginu hafi
stjórnin tekið og breytt og lagt aptur fyrir þing en skaðlegum
lögum hafi hún neitað. Landshöfðingi hafi ráðið frá að sam-
þykkja lög um lagaskóla og amtmannaembætti. Island vill
vera þjóðveldi eða þingbundið konungsríki. «ísland ætti að
vera ánægt með það, sem það hefur; það eru engin útlit fyrir
að það nái betri kjörum». Berlingske Tidende kom 6. nóvem-
ber með þýðingu af greininni í Times 21. október og bætti
við, að íslendingar hefðu nýlega þegið 333,000 krónur að gjöf
frá Dönum. I Morgenbladet kom 19. nóvember grein, Times
om Danmark og Island. Hún segir frá gangi stjórnarskrár-
málsins; hinar fyrstu aðsendu greinir i Times sé réttar í hverju
atriði en af hinni síðustu skuli að eins drepið á eitt. Viðvíkjandi
lagaskóla, þá séu 3 lagamenn íslenzkir til, sem eru kennara-
efni, og 13 lslendingar lesi lög við háskólann. þannig megi
fara með hvert atriði i þessari grein.
Af blöðum fyrir utan Danmörk hafa staðið bréf frá Islandi
eða greinir um íslar.d i:
St. James Gazette (London). — Newcastle Daily Leader (Newcastle).
— Dagbladet (Kristiania). — V&rt Land (Stockholm). — Göteborgs
Handels- och Sjöfartstidning (Göteborg). — Neue Freie Presse (Wien). —
Flensborg Avis (Flensborg).
íslendingavinurinn Poestion i Vín hefur við og við skrifað
i Neue Freie Presse um hið helsta, sem gerist á Islandi.
Hin dönsku blöð hafa tvær stefnur i stjórnarskrármálinu.
Vinstri blöðin eru með stjórnarskrárbreytingunni og hægri