Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 13
Nokkur orð um lífsaflið. 109 það er stærra og (lýpra, og auk þess — og það skiftir mestu — grær það ekki fyrri en yfirhúð kemur yfir það frá börmunum, og tíminn, sem til þess gengur, getur orðið langur. Maður getur hæglega séð með berum augum hyernig þessi yfirhúðarjaðar skríður áfram eins og blá- hvítur kragi öllum megin frá röndunum, eins og þegar lygn vatnspollur smáfrýs. Ur skurðum sem gróa á þennan hátt er allajafna einhver vilsuútferð eða graftarútferð og oft bólga í kring. Það ræður að líkindum, að menn muni fremur kjósa að skurðir grói með fyrri aðferðinni en ekki með hinni síðari. Og það vill nú svo vel til, að enda þótt læknar geti ekki grætt, í bókstaflegum skilningi, þar sem sár- ið verður að gróa sjálft, eða réttara sagt lioldið urn- hverfis að græða það, þá geta þeir nú á dögum mestu ráðið um það hver gróðurinn verður, eða séð um að skurðir grói lokaðir án graftarútferðar. Það er ekki svo alls kostar langt síðan að það rnátti heita undantekn- ing að s skurðir greru án útferðar og bólgu. Mörgum er kunnugt að skömmu eftir miðja öldina sem leið sannaði P a s t e u r, að rotnun kemur æflnlega af starfa vissra bak- teríutegunda, og skörnmu síðar (rétt fyrir 1870) hug- kvæmdist enskum lækni, Lister að nafni, að bólga sú sem í þá tíð nálega æflnlega liljóp í skurði, stafaði af því að bakteríur kæmust í skurðina og tímguðust þar. Reynslan hefur nú margfaldlega sannað, að hann hafði rétt fyrir sér, og aðferð sú sem hann fann upp, og er kölluð Antiseptik, hefur reynst einhver hin blessunar- ríkasta uppfundning. Hún hefur ekki að eins komið i veg fyrir ómælanlegar þjáningar og bjargað lífi ósegjanlega margra manna, beinlínis með því að koma í veg fyrir rotnun og bólgu í lækniskurðum, og einnig óbein- línis með því að gera marga lækniskurði mögulega og nálega hættulausir, sem áður voru annaðhvort alls- endis ómögulegir eða að minsta kosti mjög svo hættu- legir. Með antiseptik er oss nú mögulegt að gera ýmsa skurði á innýflum, sem engum hefði komið til hugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.