Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 17

Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 17
Nokkur orö um lífsaflið. 113 sé nema örlítið, við rispu, stungu eða flumbru, þá getur það verið nægilega rúmgott lilið fyrir þær til að fara inn um. Hárin i nefopinu eru nokkurs konar sáld, sem ryk og bakteríur í loftinu, sem vér öndum að oss, festast við og komast ekki fram hjá. Auðvitað fara rnargar fram hjá þessu ófullkomna sáldi, en margar festast í slíminu í neflnu og í barka, og lungnapípum, en holdið er þar klætt ósýni- legum hárum, sem hreyfast sí og æ og flytja aftur upp og út svo smáa hluti sem þau geta valdið, en bakteríur eru ekki stærri en svo. Hafi þær komist niður í magann með mat eða drykk, hitta þær fyrir sér magasafann, sem drepur margar þeirra. Þegar t. d. kólera gengur, er ölluní þeim lang- hættast sem hafa lélega magameltingu. Magasafi þeirra getur ekki drepið kólerubakteríuna, en hinir sem hafa hraustan maga sleppa við veikina, jafnvel þótt eitthvað af bakteríunum komist niður í magann. Ef bakteríurnar eru komnar inn í holdið, þrátt fyrir þessar varnir, eiga þær samt óvinum að mæta. Það mætti segja að vörnunum sé hagað á svipaðan hátt og kring um víggirtar borgir. Þar eru fleiri víggirðingar til varnar, hver hringurinn fyrir innan annan. Ef óvinunum tekst að ná hinum yztu eru aðrar eftir sem hermennirnir taka til að verja, og takist óvinunum ekki að ná á sitt vald instu víggirðingum, er horgin oft ósigrandi, enda þótt ytri varnargarðarnir séu fallnir. Svipað á sér stað með varnir líkama vors móti bak- teríum. Þó þær komist gegnum yzta garðinn, skinnið og slímhimnur, berjast frumpartar holdsins, sem undir er, við þær. Ef þær sleppa fram hjá þessum vörnum, taka eitlarnir við. Það munu velflestir kannast við, að eitlar bólgna oft og einatt í handkrikum, ef ígerðir eða flumbrur eru á höndum. Þessi bólga í eitlunum eru vottur þess, að ígerðarbakteríur hafa komist í þá. Stundum grefur í þeim og svo verður ekki meira úr veikinni; bakteríurnar fara út úr líkamanum aftur með greftrinum, þegar kýlið gerir út, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.