Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 77

Skírnir - 01.04.1905, Page 77
Tvö norsk kvæði. Föruneytið mitt. (Eftir Björnstjerne Björnson). I sunnudags kyrð um sumar-slóð í sólskini’ eg ek við klukknahljóð; Hvern yrmling, hvert ax nú yljar sunna Með alkærleiks geislana himinrunna; Og fram hjá iolkið til kirkju kevrir, Ur kórnum söng maður bráðum heyrir; Heill, heill, þú réðst fleirum heilsa’ en mér, í hraðanum þó það dyldist þér. Eg hef hið fríðasta föruneyti, í felur stundum þótt undan leiti; Já, hjá mér er fleira, sem hylur sig, Svo helgidags-glaðan því sérðu mig, Og lágt er söng eg, þá sig þau fólu, Þau sátu í tóninum eins og rólu. Með mér er ein af þeim málmi gjörð, Fyr mig að fórnaði’ hún öllu á jörð; Já, hún, sem hló, er mitt fleyið flatti, Né fölnaði’, er gein yfir sjórinn bratti, Já, hún sem lét milli ljósra arma Mig lífsylinn þekkja og trúar-varma. Þú sérð, eg að snígla hneigist högum, Mitt hús ber eg með mér á ferðalögum,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.