Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 75

Skírnir - 01.04.1905, Page 75
Leturgerð og leturtegundir. 171 hofveggjunum, á múmíukistum í dirnmum, steinhljóðum legklefum. Þess vegna urðu ekki Egiptar, heldur önnur þjóð til þess að lúka því andans þrekvirki sem í stafrófinu er fólgið — þjóð sem var óháðari erfikenningum og sarndi sig jafnan að þörfum framkvæmdalífsins. Sú þjóð var Föníkiumenn. Það er nú sem sé nokkurn veginn fullsannað, að stafrófið var notað fullum 1000 árum fyrir Krists fæðingu hjá Semítaþjóðum þeim er bjuggu á Sýrlandsströndum, og þá lika hjá Fönikíumönnum. Höfðu þeir fjörug verzlun- arviðskifti við Egipta og hafa að líkindum dregið stafrófið af helgirúnunum. Um það gengu líka sögur í fornöld og hafa haldist alt til daga Tacitusar, sagnaritarans rómverska. Hann segir svo frá: »Egiptar notuðu fyrstir manna myndir af lifandi verum til þess að tákna hugsanir og hugtök. Þeir höfðu og að sögn sjálfra þeirra fundið uj>|> stafletrið. Fluttist það til Grikklands með drotnum hafsins, Fönikíu- mönnum, sem menn hafa eignað heiðurinn af því að hafa fundið það upp, er þeir fengu hjá öðrum«. Þó stafrófið sé þannig ekki beint fundið upp, heldur runnið af helgirúnunum, er það samt eitthvert merkasta stigið í sögu leturgerðarinnar. Fönikíumenn voru hagsýnir, og þess vegna völdu þeir úr öllum táknafjöldanum aðeins þau fáu stafatákn sem nauðsynleg voru til að rita mál þeirra, og af þeim myndaðu þeir þessa 22 stafi, sem öll þau stafróf sem nú eru víðsvegar í heiminum eru til- breytingar af. Ekki aðeins stafróf Sémíta, heldur og Mið- og Norður-Asíu, hin indversku stafróf og öll stafróf Evrópu- rnanna eiga þangað kyn sitt að rekja. Jafnvel svo einkenni- leg stafróf sem rúnir forfeðra vorra og ogam Keltanna má rekja þangað, og er þá grísk-rómverska stafrofið milli- liðurinn. Það er þannig auðséð, að fornnorrænu rúnirnar ^PI k5T ^jast samsvarandi latnesku stöfunum BDIRST. Þar sem bókstafir Fönikíumanna hafa lagt undir sig heiminn, þá er örssökin fyrst og fremst sú, að þeir tákna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.