Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 89

Skírnir - 01.04.1905, Page 89
Utlendar fréttir 185 »Þar sem allir meölimir ríkisráðsins hafa lagt niður em- bætti sín; þar sem hans hátign konungurinn hefur lýst yfir því, að hann geti ekki komið á nýrri stjórn fyrir nkið; og þar sem þingbundið konutigsveldi er þannig óframkvæmanlegt orðið, — þá veitir Stórþingið þeim meðlimum ríkisráðsins er í dag hafa lagt niður völd sín umboð til þess fyrst um sinn að hafa á hendi sem Noregsstjórn það vald er stjórnarskrá Nor- egs og gildandi lög veita konungi, með þeim breytingum er af því hljóta að leiða, að slitið er sambandi við Svíþjóð undir sameiginiegum konungi, þar sem konungur hefur látið af að vera Noregskonungur«. Með þessari ályktun lýsir þá norska þingið yfir, að Óskar konungur II. sé ekki lengur Noregskonungur, þar sem hann geti ekki fullnægt fyrirmælum stjórnarskrár landsins, og þar með er sambandinu við Svíþjóð slitið. En jafnframt sendi þingið konungi ávarp og óskaði að einhver ættingi hans vildi gerast konungur Norðmanna, en afsala sér um leið konungdómi í Svíþjóð. Því Norðmenn kenna konungi ekki um að þeir hafi ekki náð jafnrétti við Svía og bera engan kala til konungsættarinnar. En konungur mótmælti eindregið aðferð þingsins og eru litlar líkur til að Norð- msnn fái konung frá Svíþjóð. Mælt er, að þeir muni þá næst leita til Danmerkur og hafa augastað á Valdemar prinsi, yngsta syni Kristjáns IX., eða Karli prinsi, syni Friðriks krónprins en tengdasyni Játvarðar Bretakonungs. Óskar konungur hefur nú kvatt til aukaþings í Svíþjóð til þess að málið verði rætt þar, því Svíar telja ekki sambandinu lög- lega slitið nema með samþykki beggja ríkjanna og stjórn Svía tel- ur núverandi Noregsstjórn ólöglega. En Norðmenn skeyta því engu og hafa dregið sambandsmerkið niður, en sett hreina norska fánann í staðiun. Uti um heiminn mælist aðferð Norðmanna í þesu máli mjög vel fyrir; þykja þeir hafa farið hyggilega að, aldrei rasað um ráð fram, en þó fylgt fast máli sínu. Er þetta að öllum líkindum hin friðsamlegasta stjórnarbylting sem sögur fara af. 20. júní p. G.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.