Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 72

Skírnir - 01.04.1905, Page 72
168 Leturgerð og leturtegundir. yarð hyrningarsteinn Egpta-fræði nútímans, því með honum hófust víðtækar vísindarannsóknir á hinni einkennilegu menningu, sem fyrir 6—7000 árum blómgaðist á bökk- um Nílar. Áletrunin á »Rosette-steininum« var sem sé hvorki meira né rninna en lykillinn að skýringu helgirúnanna. Það lá í niðurlagsorðum gríska tekstans, sem hljóða þann- ig í þýðingu: »Og loks skal þessa yfirlýsingu rista á minnis mark úr hörðum steini með helgu, alþýðlegu og grísku letri og setja í hof hvert i fyrstu, annari og þriðju röð, rétt hjá mynd konungsins sem enn lifir«, Síðasta línan á Kosette-steininum. Þessir þrír tekstar voru þá allir sarna efnis, ög þar sem hægt var nú að lesa hinn gríska, þá var hann lykill- inn að skýringu táknanna í hinum tveim. Og ekki leið á löngu áður en maður kom fram, sem kunni að nota hann. Sá hét Frangois Champollion. Það er Frakklands sómi, af hafa alið hann. Hann var flestum mönnum fremri að lærdómi og skarpskygni, og tókst honum á hér um bil 10 árum að komast niður í hin helgu tákn, levndardóm helgirúnanna. Svingsargátan var ráðin — dularblæjan, sem um hálfa aðra þúsund ára hafði hvílt yfir letri Forn-Egipta, var horfin. Svo sem við mátti búast, táknuðu þær lielgirúnirnar, sem fyrst voru ráðnar, persónunöfn. Champollion byrj-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.