Skírnir - 01.04.1905, Page 69
Leturgerð og leturtegundir.
165
hægt, þegar danskur maður, Karsten Niebuhr að nafni,
er Friðrik Y. sendi til Arabíu og Persalands árið 1761,
kom heim með réttar eftirmyndir af þessum einkennilegu
áritunum. Fann hann að þær voru alstaðar í flokkum,
og voru í hverjum flokki þrír samhliða dálkar, og voru
miklu fleiri tákn í tveim síðustu dálkunum en þeim fremsta.
Hann gat þó ekki sjálfur þýtt neitt táknið. Það hlutverk
fengu lærðir menn síðar að inna af hendi, meðal annara
hinn fluggáfaði danski málfræðingur Rasmus Rask.
7. mynd. Gammasteinniun.
Af þeim þremur dálkum sem nefndir voru, varð sá
fremsti fyrst skýrður; hann var ritaður á fornpersnesku.
Miklu örðugar gekk með annan og þriðja dálkinn, eink-
um þann annan. Komust menn fyrst á rekspölinn með
að skilja þá, þegar babylonskir og assýriskir forngripir
með fleygrúnum fundust. Það vai'ð til þess að menn fóru