Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 29

Skírnir - 01.04.1905, Page 29
Egill Skallagrímsson. 125 „Glapstiga lét gnóga Goðrekr á mó troðna11 og í vísunni sem hann kveður yfir drykknum, er Gunn- hildur og Bárður blönduðu ólyjani: „Drekkum veig sem viljum vel glýjaðra þýja, vita hvé oss of eiri öl, þats Báröðr signdi“. Það er sem hann glotti í kampinn að signingu Bárðar og um leið rennir hann hýru auga til stúlknanna, »vel glýj- aðra þýja«. Að Egill heíir kunnað tökin á kventolkinu, sýnir lika sagan um þau dóttur Arnfiðrs jarls. Egill veit vel að hann er ekki smáfríður og hendir stundum gaman að því: „Erumka leitt, þótt ljótr sé, hjalma klett, hilmir, þiggja“. Hann drepur á hið sama í Arinbjarnarkviðu: „Né hamfagrt höldum þótti skaldfé mitt at skata húsum, þás úlfgrátt við Yggjar miði liattar staup at hilmi þák“. í viðureigninni við Ljót enn bleika kveður hann: „Vábeiðan ferr víðan vall fyr rotnum skalla11 og kemur þar vel fram á aðra hlið fyrirlitningin fyrir Ljóti og sjálfkímnin á hina, er hann kallar sig »rotinn skalla«. Egill vissi vel hvers virði hausinn var, og gat þvi einkar-vel staðið sig við að henda gaman að ytra útliti hans.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.