Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 50

Skírnir - 01.04.1905, Page 50
Leturgerð og leturtegundir. Eftir N. Filskov. 1. Fyrsta leturgerð. Þegar Sigurður Fáfnisbani (í Eddu) biður Sigrdrífu að kenna sér speki, þá svarar hún meðal annars með vísum þessum: Limrúnar skaltu kunna, ef þú vilt læknir vera, ok kunna sár at sjá: á berki' skal þær rísta ok á baðmi viðar þess, er lúta austr limar. Hugrúnar skaltu kunna ef þú vilt hverjum vera geðsvinnari guma: þær of réð, þær of reist. þær of hugði Hroftr, af þeim legi, er lekit hafði 6r hausi Heiðdraupnis ok ór horni Hoddrofnis. Á þessu sést, að forfeður vorir í heiðni hugðu töfra- mátt í rúnunum fólginn. Rúnirnar voru í þeirra augum heilög og dularfull tákn. Faðir guðanna, Oðinn, hafði sjálfur hugsað þær upp, til þess að sefa sóttir og sorgir, til sigurs í stríði, til að komast lieill undan holskeflum hafsins, til eflingar mannviti og snilli, yflr höfuð til hags og heilla hverjum þeim er kunni þær rétt að rista. Og Norðurlönd eru ekki ein um þetta; hvervetna hefur letur- gerðin verið talin gjöf frá guðunum, ómetanlega dýrmæt. Jósefos, hinn alkunni sagnaritari Gyðinga, segir þannig, að engill hafi að guðs boði kent Seth að skrifa. Egiptar segja að helgirúnir þeirra séu komnar frá guðinum Thot,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.