Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 53
Leturgerð og leturtegundir.
149
manna til að fá hugsunum sínum og hugtökum sýnilegan
búning. Þvi til þess að fullnægja hvöt sinni til að varð-
veita enclurminningar um liitt og þetta, lögðu þeir inn á
ýmsar brautir, en aðeins ein þeirra lá í rétta átt.
Hjá ýmsum Austurlandaþjóðum var það þegar snemma
á öldum síður að nota tré, steina eða steindysjar til þess
að varðveita endurminninguna um merka atburði. I 1.
Mós. 28. 18 sjáum vér þannig, að Jakob reisir upp stein-
inn, er hann hefir haft undir höfðinu um nóttina, til rninn-
ingar um draum sinn. Svo sem kunnugt er, hefir þessi
siður lialdist alt til vorra daga, þar sem enn eru reistir
fj öldmargir minningarsteinar.
Frumbyggjar Ameríku röðuðu margs konar maiskorn-
um eða mislitum kísilsteinum í hring og höfðu til þess að
halda uppi minningunni um sögulega viðburði. Hvert
korn, hver steinn táknaði sinn ákveðna atburð. Þegar
kristnir trúboðar komu til landsins, kunnu þeir að færa
sér þennan forna sið í nyt og létu þarlenda menn læra
Ave Maria, Pater noster osfrv. með aðstoð þessara
steinahringa. Spánski kristmunkurinn José de Acosta, er
starfaði að trúboði í Suður-Ameríku frá 1571 til 1588, segir
meðal annars svo frá um þetta: »Það er einkennilegt að
sjá fjörgamla öldunga lesa á einum steinahringnum Pater
noster (Faðir vor) á öðrum Ave Maria (Bæn til Maríu
meyjar) á þeim þriðja Credo (Trúarjátninguna) og að
þeir vita hver steinninn táknar: getinn af heilögum
anda og hver táknar: píndur undir Pontíus Pila-
tus osfrv.«
Að kensluaðferðir trúboðanna haíi þó ekki allar verið
jafnsnjallar, sýnir saga sú er hér skal greina, og er hún
liöfð eftir þýzka málfræðingnum Heinrich Bugsch: Til
þess að kenna landsmönnum Pater noster með mynda-
letri orðrétt á latínu, létu trúboðarnir mála fána, stein,
kaktusfíkju, svo aftur fána osfrv. A tungu landsins liétu
nú fáni, steinn og kaktusfíkja pan, tete og nosh, svo að
árangurinn af þessari hlutkenslu, sem eflaust hefur verið
framin í góðu skyni, varð sá, að Pater noster hljóðaði