Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 51

Skírnir - 01.04.1905, Page 51
Leturgerð og leturtegundir. 147 og Babyloníumenn halda þyí fram að Donnes, sú hin ódauðlega gedda, hafi komið handan um haf til að kenna þeim stafrófið. Það var þvi í fyrstu talin helg athöfn að skrifa, at- höfn sem guðir einir og prestar höfðu um hönd (Jahve reit sjálfur lögmálið fvrir hina útvöldu þjóð sína) og í Austurlöndum mátti aðeins skrifa með hægri hendinni, Vinstri höndin er sem sé af Austurlandabúum talin óhrein, af því að sumar hreinsanir eru gerðar með henni einni. Þess vegna ber það aldrei viö, að Tyrki eða Arabi snerti skegg sitt með vinstri hönd, auk heldur þá matinn sem hann borðar. Og verði Vesturlandabúa það á að klappa honurn á öxlina með vinstri hendinni, af fáfræði eða glevmsku, er það talin dæmalaus móðgun, í hve góðu skyni sem það var gert. Þessi fyrirlitning Austurlandsbúans fyrir vinstri hendinni er mjög gömul. Sést það meðal annars af því, að í hebresku, kaldeisku og öðrum forntungum, sem þeirn eru skyldar, hefir orðið hægri sörnu merkingu semhönd. Upphaflega hefur í þessum málum ekki verið til annað orð yfir hönd, en orðið hægri. Orðið hönd þýddi að- eins liægri hönd. Helgilotning fornmanna fyrir skriftinni sýnir afdráttar- laust, hve steinhissa þeir hafi hlotið að verða, erþeir sáu skýrt frá mönnum og hluturn með einföldum tákn-orðum og hugsanir settar fram í sýnilegri mynd. »Hvar er höfuðið á mér, og hvar eru fæturnir? Eg sé ekkert það er tákní mig«, sagði villimaðurinn, er hann sá nafn sitt ritað og heyrði hvern hvítan mann er viðstaddur var lesa það. Það er skamt á milli slíkrar upphrópunar og hins, að trúa á töframátt skriftarinnar og guðlegan uppruna. Skilningsþráin á sér djúpar rætur í eðli meðvitundarinnar. Henni verður að fullnægja, með því að flýja á náðir hins yfirnáttúrlega, ef ekki vill betur til. En í þessari lotningu er sem fólgin sé fyrirboði hins mikilsvæga árangurs, sem þessar fyrstu fálmandi tilraunir til að tákna hugsanirnar á sýnilegan hátt áttu að hafa, þá er tímar liðu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.