Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 90

Skírnir - 01.04.1905, Page 90
186 Ritdómar. Ritdómar. Heiðarviga saga. Udgiven for Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur ved Kr. K&lund. Khavn 1904. »Habent sua fata libelli« (bækur hafa sín örlög), sagði róm- verska skáldið, og saunast það ekki síst á Heið'arvígasögu. Æfiferill hennar, r’rá því er hún var first færð í letur um eða firir 1200, er líkastur æfintíri. A dögum Páls Vídalíns, á öndverðri 18. öld, ef svo að sjá, sem menn hafi ekki þekt eða átt neitt hatidrit af Heiðarvíga sögu á Islandi, og ekki hafði Árni Magnússon getað komist ifir eða spurt uppi neitt handrit af henni á ferðum sínum um landið. Enn Árni hafði um 1691 komist á snoðir um, að til væri handrit af sögunni í Stokkhólmi, og lagt drögur firir að fá það lánað til Kaupmanna- hafnar. Samt dróst það, að hann fengi handritið, þangað til 1725. Þá vóru honum send frá Stokkhólmi 12 skinnblöð í 2 heftum, 8 í öðru enn 4 í hinu, og var þar á brot af Heiðarvíga sögu. Skinn- blöð þessi, lágu hjá Árna til áramótanna 1727—1728. Þá ljet hann Jón Olafsson Grunnvíking taka eftirrit af þeim. Enn svo illa fór, að bæði afskriftin og frumritið brann í brunanum mikla 1728 ásamt mörgum fleiri bókum, er Árni átti. Nú hugðu menn, að sagan væri algjörlega tínd og tröllum gefin, og því reindi Jón að rifja upp firir sjer efttið í brotinu, sem haun hafði skrifað eftir, og færði alt það, sem hann mundi, í letur árið eftir brunann (1729) og jók við ári síðar (1730) nokkrum athugasemdum frá sjálfum sjer. Var honum það til rnikils stuðnings, að hann hafði ritað hjá sjer ímsa talshætti og einstakar málsgieinir úr sögunni, er honum þóttu merkilegár, og það hafði ekki brunnið. Það sem vjer vitum um efnið í þessum kafla sögnnnar, eigum vjer alt Jóni að þakka. Nú .liðu svo rúm 40 ár, að menu vissu ekki meira um Heiðar- víga sögu enn þetta. Þá vildi svo til árið 1772, að Hannes Finns- son, er síðar varð biskup, var á ferö í Stokkhólmi. Hann rakst þá á brot úr Heiðarv/ga sögu í bókhlöðu konungs nr. 18, 4°, og sá brátt, að þetta handrit tók við, þar sem útdráttur Jóns Ólafs- sonar endaði, og var framhald af þeim parti handritsins, sem brunn- ið hafði 1 vörzlum Árna Magnússonar, og náði til enda sögunnar, enn þv/ miður vantaði inn í brotið á einum stað. Aftan við Heið- arvíga sögu brotið var Gunnlaugs saga ormstungu, Hrólfs saga

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.