Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 92

Skírnir - 01.04.1905, Page 92
188 Ritdómar. neðst) firir þínsligt (sbr. nvju útg. bls. 6918 og 10326). Þetta eru nóg dæmi til að sína ifirburði níju útgafunnar. Enn einkum er það gleðilegt, að útg. hefur tekist með hjálp Finns Jónssonar að lesa meginið af hinni máðu blaðsíðu handritsins, sem Hannes Finns- son hafði gefist upp við og Olafur Pálsson ekki getað lesið nema lítið af. Útg. hefur þannig bjargað þessum kafla sögunnar frá glötun. Samt eru hjer enn sumir staðir vafasamir eða grunsamir, og eru þeir auðkendir í útgáfunni. Jafnframt Stokkhólmshandritinu hefur útgefandinn auðvitað gef- ið út efnisifirlit Jóns Olafssotiar ifir hinn tínda kafla sögunnar, eins og gert var í báðum eldri útgáfunum, enn með meiri nákvæmni. Útgefandinn á þakkir skilið af öllum þeim, sem unna forn- sögum vorum, firir þessa vönduðu útgáfu. Vjer vitum nú, hvað í handritinu stendur. Enn handritiö er nokkuð misleitt og als ekki óskeikult. Útg. skírir frá, að það sje skrifað með 3 rithöndum; 8 firstu blöðin ( = l.heftið) eru skrifuð með fornlegri hendi frá 13. öld, entt hitt með 2 höndum, sem varla eru eldri en frá síðari helm- ing 14. aldar, og hefur útg. leitt sennileg tök að því, að brotið, sem brann, hafi verið ritað með annarihvorri af þessum 2 síðari höndum. Sumstaðar virðist texti sögunnar enn vera aflagaður, og skal jeg leifa nijer að benda á nokkra slíka staði. A bls. 64—65 (= 323), þar sent Þórarinn leggur á ráðin, hverja Barði skuli velja í förina, og getur meðal annara um Auðólf á Auð- ólfsstöðum, hefur auðsjáanlega fallið burt grein um Arngrím fóstra Auðólfs, sem Barði kveður síðar til farar með sjer; sbr. bls. 67 neðst og 68 efst, 7122 og 802 ( = 328, 334 og 346). — A bls. 701 (= 33115) steudur að »maör« hafi játað á sig, að hann hafi tekið burt þann lim uxans, sem hvarf; þessi »maðr« er enginn annar enn Þuríðr húsfreyja — »maðurinn« biður húskarlinn »ei dirfa sik um at rœða« (sbr. bls. 7322 = 33710) — og er líklegt, að hjer eigi að rita Þuríðr í stað »maðr«. — Á bls. 7226 (= 3361) á víst að lesa íVaðil firir »í Víðidal«. Það nær engri átt, að GuÖbrandssinir hafi »komiÖ út vestur í Víðidal«. Eftir sógunni eru þeir hjer á leið frá skipi því, sem flutti þá út, og koma að vestan, enn ætla norður í Vatnsdal, og mæta Barða, sem kemur að norðan, íVíðidal, á Aski1). Er þá ljóst, að þeir hafa komið út vestar enn í Víöidal. Höfnin Vaðill *) Þaö örnefni þekkist nú ekki, en hlítur aö hafa verið einhvers- staðar milli Gljúfrár og Lækjamóts. Johnsens jarðatal nefnir (bls. 230) Áskot, eiðihjáleigu hjá Þorkelshóli. Verið gæti, að það nafn væri af- hökun firir Ask-kot, og að þar hefði Askr verið?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.