Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 7

Skírnir - 01.01.1908, Page 7
Á vegamótnni. 7 liann hefði sagt þetta, hefði hann verið einmana og yfir- gefinn af vinum sínum, hataður og fyrirlitinn og smán- aður af allri þjóðinni, og rétt að því komið, að valdhaf- arnir létu negla hann á kross. En mennirnir hefðu gert hans ríki að þessa heims ríki. Fyrir því væri svo í lófa lagið að fá höggstað á því, eins og menn hefði heyrt hér i kvöld. Og þegar svona hefði verið ástatt um hann, hefði hann fullyrt, að hann væri konungur. En í hverju hefði konungstign iians verið fólgin? Hann hefði sagt það sjálfur í sömu andránni. Hún var fólgin í því að bera sannleikanum vitni. Þetta hefði þá verið það allra- síðasta, sem hann hefði brýnt fyrir mönnunum, áður en krossinn hefði verið lagður á herðar honum og hann hefði lagt af stað til lífláts, að æðsta konungstign mannsandans væri í því fólgin, að bera sannleikanum vitni. Þessu hefði kristnin að öllum jafnaði gleymt; trúarbrögðin hefði þá að sjálfsögðu orðið alt annað en kristindómur; og fyrir því væri ekki nema eðlilegt, að margir töluðu á líka leið, eins og liér hefði verið talað í kvöld. Vitanlega væri kristindómurinn oflnn af fleiri þráðum. Kristur hefði ver- ið víðsýnasti andinn, sem nokkuru sinni hefði komið fram í þessum heimi. Og kenning hans hefði verið víðtækari en nokkur önnur kenning, sem þessari veröld hefði verið flutt. En þessi væri áreiðanlega mikill hluti uppistöðunn- ar: að bera sannleikanum vitni, skilyrðislaust, og hverjar afleiðingar sem það virtist hafa, og þó að það færi með mann út á Gfolgata. Að elska sannleikann, hvar sem hann komi fram, og hvernig sem hann komi fram, elska hann æfinlega og um alla hluti fram. Að virða og elska sann- leiksþrá mannanna, þó að hún fari með þá út á aðrar götur en þær, sem maður sjálfur telji ráðlegt eða fýsilegt að ganga. Ræðumanni var klappað lof í lófa, jafnt af andstæð- ingum sem fylgismönnum. öllum bar saman um, að hon- utn hefði mælst vel. Og Steinunn var sem i draumi. Hún naut þess fagn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.