Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 75

Skírnir - 01.01.1908, Page 75
Upptök mannkynsins. 75 1 aðalatriðum árið 2908; svo hraðfara eru breytingarnar. En þá gengur of margt ver en varir, ef á svo fjarlægri framtíð þarf enn að berjast við sult og seyru og ýmislegt annað það, er alt of mörgum gerir jörðu þessa að sann- nefndum eymdardal, og hefir gert nú í miljón ár. Það væri ekki fjarstætt, að skoða þessa miljón ára eða hvað það nú er, eins og nokkurs konar inngang að mannkynssögunni; og nú virðist vera að líða að því, að inngangurinn sé bráðum á enda. Og nú síðast, í nokkur þúsund ár, heflr [þó sitthvað i innganginum verið á þá leið, að það virðist mega skoða sem fyrirboða um, að sjálf sagan verði góð. XVIII. En svo, þegar sagan er á enda, hvort sem hún nú stendur yfir í 100000 ár, eða miljón eða 10 miljónir, hvað þá? Býsna ógeðfeld er sú hugsun, að saga mannkynsins sé að eins svolítill þáttur í æfl jarðarinnar, sem engar frekari afleiðingar heflr, þegar síðasti maðurinn á jörðunni er dauður. Væri kenning eða öllu heldur hugboð Nietzsche um »hina eilífu endurkomu« rétt, þá gæti að vísu svo verið. En þó væri mannkynið eilíft, hver einstakur maður eilíf- ur, hvert einstakt augnablik í æfi hvers manns væri eilíft. En sé afl og efni ótakmarkað eins og tíminn, þá getur líka rás viðburðanna orðið með óendanlega mörgu móti og kenningin um hina eilífu endurkomu væri ekki rétt. Hér er nú farið að nálgast svæði trúarbragðanna, en inn á það er ritgerð þessari ekki ætlað. Látum vér því hér lokið þessu máli. Eétt í því að eg er að senda frá mér framanskráða ritgerð, sé eg getið um nýjar rannsóknir á phithecanthropus- lögunum. Heitir sá V. Wolz, er þær hefir gert (1906). Kemst Wolz að þeirri niðurstöðu, að jarðmvndanir þær,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.