Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 13

Skírnir - 01.01.1908, Page 13
Á vegamótum. 13 svo vel, að hún vissi, að hefðu úrslitin orðið að hennar skapi, þá mundi hann hafa sagt henni þau ótilkvaddur. Vissan stælti hana. Hún fór inn i skrifstofuna til hans. Hann var seztur við skrifborðið sitt og farinn að lesa í bók. — Hvað gerðist á skólanefndarfundinum ? mælti hún stillilega. Hann leit ekki upp úr bókinni. — A skólanefndarfundinum ? Hann þagði við ofurlítið. — Nú er hann að hugsa sig um, sagði hún við sjálfa sig. Hún fann stillinguna vera að réna. — Já, sagði hún, og rómurinn varð hvassari. — O-o-o . . . Það var samþykt að gera töluvert við húsið, áður en byrjað verður að kenna í því. — Eg á ekki við þ a ð, góði. Og þú veizt það . . . Hvernig tor um kennarann? — Um kennarann? . . . Það verða kennara-skifti . . . eins og þú getur nærri. Nú, þetta átti að vera svo sem sjálfsagt! Hún átti að geta því nærri! — Eg get því e k k i nærri .... Þetta er smán! Nú leit hann upp úr bókinni. Hann fann, að til sóknarinnar var stofnað svo ósleitilega, að ekki var ann- ars kostur en verja sig. — Hvaða ákaflega tekurðu þetta geyst! . . . Skárri er það ofsinn! Hann var enn stiltur og rómurinn góðmannlegur. — Hvernig fórstu að gera þetta? sagði hún. Honum fanst hann flnna keim af grátstaf í kverkum hennar. — Ekki er eg öll skólanefndin, mælti hann. — Getirðu ekki ráðið öðru eins og þessu í máli, sem þú heflr einn vit á, þá finst mér fara að verða nokkuð vafasamt, hvort þú ert fær um að vera prestur hér. Hann roðnaði. — Það vill svo til, að þú ræður ekki afsetning minni

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.