Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 29

Skírnir - 01.01.1908, Page 29
Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. 29 atkvæði þeirra hefðu verið greidd af sömu frelsis- og sjálfstæðis-tilfinningu eins og atkvæði húsbóndans sjálfs. Samt sem áður var hnignan Noregs, sem varð með svo skjótri svipan fyrir nálægt 500 árum, framar öllu öðru afleiðing af þessari óheillahneiging til þess að »vera sjálfum sér nógur«. I öðru lagi bar að höndum sérstök óhöpp, sem drógu magn úr þjóðinni. Og meðan á þeim stóð, náði sú hnignunar-orsökin þroska, sem auðsæjust er, raunalega víðtæk, auvirðileg norsk yfirlætisstefna {»Stornorskeri«). Með því á eg við það, að margir af auðugustu og voldugustu höfðingjum landsins létu svo mjög blindast af þeirri dýrð lífsins, sem eingöngu er á yfirborðinu, og af ginningum hins ytra valds, að þeir sviku með öllu hug- sjónina, sem fólgin er í orðunum: »Sjalfr leið sjalfan þik«, sviku alt'sannarlegt sjálfstæði, sviku jafnvel þá hugsjón að vera sjálfum. sér nógur, og þá h 1 a u t þjóðinni að fara aftur. Þessir velbornu herrar sóuðu tíma og kröft- um í endalaust, ruddalegt eigingirni-brask — f e n g u aldrei nóg af valdi, nafnbótum og peningum. Tign þeirra var hvorki í höfðinu né hjartanu, heldur í trantinum. Þess konar sýkir frá sér. Norsku þjóðinni hnignaði. Og þá kom svefnmókið langa. En þrátt fyrir alt, brá hvað eftir annað fyrir glampa af hinni fornu hugsjón : »Sjalfr leið sjalfan þik«, í allri vesöldinni. Einkum var svo með b æ n d u m. Svo að það leyndi sér ekki, að þess gæti orðið auðið á ókomnum tímum að gera þjóðarmeðvitundina samfelda um alt landið. Þessir glampar voru það, sem komu fram svo skýrir og fullir af fyrirheitum, nær því með allri þjóðinni, í frelsisstarfinu árið 1814. Og glæsilegasta hámarkið var sú stund, er allir tóku höndum saman, þrátt fyrir alla þrasgirnina og tilhneiginguna til þess að vera sjálfum sér nógir, og unnu heitið: »Samtaka og dyggir skulum við vera, þar til er Dofrafjöll hrynja«. Sá dagur var undan- boði hins 13. ágústs 1905. Og hugur sá, er sérstaklega norskir bændur höfðu á Kristjáni Friðriki Danaprins,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.