Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 34

Skírnir - 01.01.1908, Page 34
34 Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. ískyggilegt fyrirbrigði í Noregi, sem kom fram skömmu áður en vanmáttur færðist á þjóðina l'yrir 500 árum. Eg nefndi það »norska yfirlætisstefnu«. Með alt of miklum rétti má líka tala um sænska yflrlætisstefnu (»Storsvenskeriet«) Og um þá, sem henni fylgja, má segja hið sama eins og um samsvarandi flokkinn í Noregi, sem nú er löngu undir lok liðinn, að þeir starfa út af fyrir sig, án þess að vera í lífrænu sambandi við alþýðu manna (þó að þeir geti sennilega sýkt frá sér þar eins og ann- arstaðar). En munurinn var sá, að yfirlætisflokkurinn í Noregi var skipaður nokkurum tignum höfðingjum, sem ekki höfðu samband sín á milli, og fyrir því áttu þeir ekkert af þeim völdum, sem þeir keptu eftir með svo mikilli hnignunar-græðgi. En yfirlætisfiokkurinn í Svíþjóð er skipaður allmörgum mönnum af tignum ættum, mönn- um, sem eiga saman að eðlisfari og eiga það skilið að vera í virðingarstöðum, mönnum, sem telja sér það metnað — og að sumu leyti með réttu — að hafa fylkt sér utan um hinar gömlu, virðulegu erfikenningar, mönnum, sem leggja kapp á það — og frá þeirra sjónarmiði líka með réttu — að vernda, framar öllu öðru, vald og ágæti þessara erfikenninga með þjóðinni. Frá sænsku sjónarmiði er að því leyti ekkert að því að finna, að þessum mönnum er trúað fyrir mikils háttar stöðum í sænskum stjórnmálum, og að vald þeirra samtals er töluvert. Tvent geta menn jafnvel skilið, og fyrir því mælt því bót að nokkuru leyti: ífyrsta lagi þetta, að þessi yfirlætisfiokkur í Svíþjóð hlaut að krefjast þess, að afstöðu sambandsríkjanna við útlend ríki mættu að sjálfsögðu engir aðrir ákveða en Svíar einir; þessi fátæka, sögulausa þjóð hinum megin við Kjölinn ætti sannarlega alls ekkert tiikall til þess að gera þess konar ákvæði. Og í ö ð r u 1 a g i hitt, að frá þessum tignartindum hafi menn eins og ósjálfrátt lilotið að líta nokkuð skakt og með nokkuru mikiliæti á Noreg, með öllum hans byltingar- hug og lýðstjórnar-tilhneigingum, og að menn hafi ekki getað stilt sig um að brosa dálítið háðslega að þessari

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.