Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 36

Skírnir - 01.01.1908, Page 36
36 Sjálfstæðisbarátta Xoregs árið 1905. ungur ekki heldur. Og enn nrðu að engu tilraunirnar til þess að koma sambandsmálinu i sanngjarnt horf. Þetta var mikil og sár vonbrigði. Og í ræðu i stór- þinginu 8. febr. fórust Hagerup stjórnarformanni meðal annars orð á þessa leið: »Þjóð vor þráir af heilum hug friðsamlega sambúð og gott samkomulag með þessuin tveimur náskyldu nágrannaþjóðum. En sambands-ástandið er óhafandi, eins og það er nú, og getur ekki haldist, svo að sambandinu verði hættulaust. Fyrir því hlýtur verkefnið að vera það, að fá komið í framkvæmd, afdráttarlaust og óskorað, skilyrðum þess, að Noregur fái notið þess ríkisréttar og þjóðréttar, er hann á heimting á sem full- veldis-ríki, og allir Norðmenn hafa verið og eru sammála um að halda fram«. Samt hefir stjórnarformaðurinn enn von um samvinnu eftirleiðis, er fús á að eiga þátt í henni eða segja af sér embætti eftir atvikum — og hann lýkur máii sínu svo sera hér segir: »Stjórnin vonar, að jafnframt siíkri sam- vinnu muni takast að gefa viðleitni þjóðarinnar þann byr undir báða vængi, sem því er samfara, að þjóðin þreytir göngu sínu í samfeldri fylkingu«. Til samvinnu var líka stofnað. Og í stórþinginu var 18. febr. skipuð 19 manna nefnd, til þess að athuga af nýju skjöl konsúlamálsins. Hagerups-ráðaneytið sótti um lausn þ. 1. marz. Konungsefni hafði tekið við stjórninni til bráðabirgða 8. febr., og komið til Kristjaníu 13. s. m. Nú sendir liann nefndinni bréf, og býður þar að sönnu víðtækari samninga-grundvöll til jafnstæðis. En í saina bréfinu telur hann það illa farið, að tillögur Boströms (lýðríkisatriðin) hafi ekki náð fram að ganga. Þau atriði voru einmitt íkveikjuefnið. Enda kviknaði í með álits- skjali nefndarinnar, dags. 6. marz. Tvö fyrstu atriði þess voru þessi: 1. A þessu þingi sé gerð ályktun urn stofnun alnorskra konsúlaembætta og um þau aðalatriði fyrirkomulagsins, sem nauðsyn ber til. 2. Eftir nákvæmari íhugun með hinni nýju stjórn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.