Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 76

Skírnir - 01.01.1908, Page 76
76 TJpptök mannkynsins. er mannapann hafa geymt, séu ekki pliócenar heldur pleistócenar, og þó ekki frá elzta kafla ísaldatímabilsins. Hefir þá farið líkt á Java og hér á landi, þó að ekki séu eins mikil brögð að þvi þar, að jarðlög hafa verið talin eldri en þau eru. En alt hnígur þetta að því, sem vikið var á hér að framan, að ísaldatímabilið muni hafa verið lengra en alment er haldið. Sé nú þetta rétt, sem Wolz segir, þá hefir þar með sannast mál þeirra, sem halda því fram, að pithecan- thropus sé ekki forfaðir mannkynsins, og verður þá held- ur ekki neitt bygt á honum um aldur þess. Vér verðum í þeim efnum að byggja á öðru. Og verður þó enn svipað uppi á teningnum. Mannamenjar hafa fundist svo víða um heim frá ísaldatímabilinu, að upptök mannkynsins geta varla með nokkru móti verið nær oss en upphaf þess tímabils. Virðist þá engin fjarstæða að taka svo til, að aldur mannkynsins sé ein miljón ára. Um neina ná- kvæmni getur auðvitað ekki verið að ræða í þessum efn- um enn þá. En engum mun blandast hugur um, að aldur mannkynsins muni skifta hundruðum árþúsunda. Að hann skifti mörgum miljónum ára er hins vegar mjög ósennilegt. HELGI PJETUKS8.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.