Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 30

Skírnir - 01.01.1908, Page 30
30 Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1005 var glampandi fyrirheit þess, hvernig öll n o r s k þ j ó (> leit á Karl Danaprins, þegar hann var orðinn konungur Noregs og skipið brunaði með hann inn fjörðinn að höf- uðborginni i ríki hans. Eg hefi bent nokkuð ítarlega á þessa sérstöðu Noregs andspænis hinni norrænu sjáifstæðis-hugsjón, i því skyni að geta því ljósara bent á það atriðið i sam- bandinu við Svíþjóð, sem hlaut að valda sanbands- slitum að lokum. Hugsjónin, sem fólgin er í orðunum: »Sjalfr leið1 sjalfan þik«, hafði þá, þrátt fyrir alt, geymst með þjóðinni um hinn langa tíma svefnmóks og magnleysis; og hún hafði varpað Ijóma á tilfinninga og hugsjónalíf Norðmanna árið 1814. En lengra var enn ekki komið. Skilningur þjóðarinnar á því, hvað í þessum fjórum veglegu orðum er fólgið, þegar lengst er rakið, og viljaþróttur hennar til þess að koma í framkvæmd afleiðingunum af frelsisstarfinu var enn lamaður, eins og vonlegt var — að því ógleymdu, að fé skorti með öllu. Og þar sem nú svo var ástatt, var það eðlilegt, að menn skildu hvorki né gætu við það kannast, að Karl Jóhann reyndist í raun og veru veglyndur maður, þegar hann viðurkendi að lokum stjórn- arskrá Noregs og samþykti svofelt samband með löndun- um, að Noregur yrði »frjálst og sjálfstætt ríki«. Hann hafði sjálfur vald til þess að spilla öllu, og auk þess stuðning frá öðrum löndum. Hvað sem því líður, er það áreiðanlegt, að kjarni þjóðarinnar, bændur, létu sér fátt finnast um sambandið við Svíþjóð, féllust á það fyrir þá sök eina, að þeir sáu að lokum, að þeir voru til neyddir vegna stórveldanna, og vegna þess hve Noregur var orð- inn örmagna og hagur þjóðarinnar illa kominn að öllu leyti. Nærfelt engum þótti vænt um sambandið. Hátíð- arblærinn á hugum manna, sem stafaði frá hinni fornu hugsjón: »Sjalfr leið sjalfan þik«, hafði verið ríkari en svo, og kjarni hugsjónarinnar hafði fest of djúpar rætur í hugum manna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.