Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 10

Skírnir - 01.01.1908, Page 10
10 Á vegamótum. .ar og venjunnar og raentunarskortsins og hugsjónaleysis- ins og alls konar oddborgaraháttar. Hún hafði hlustað á samræður þeirra inni í skrifstofu mannsins hennar. Hún hafði fundið, að þessir kaupmenn höfðu aldrei lesið neina bók, sem nokkurs var um vert, vissu ekkert, höfðu aldrei hugsað um neitt, sem kveikir eld andans í sálum siðaðra manna. Þeir gátu ekkert ann- að en étið eftir og samsint sýslumanni. 0g stundum vissi hún, þegar hún kom inn til þeirra, að þeir höfðu verið að tala um kvenfólk. Hún heyrði það á hlátrinum, áður en hún lauk upp hurðinni. Hún sá það á uppgerðar-sak- leysinu, sem þeir reyndu að breiða yfir andlitin á sér. Og hún fann óhreinar hugsanir vera að þvælast í loftinu utan um sig. Henni fundust sálir þessara kaupmanna skemdar eins og saltkjötið þeirra. Og yfir vöt.num lífsins þar í kaup- túninu fanst henni andi sýslumanns sveima eins og dökk- ur hræfugl með súgmiklum vængjum. Þessir voru vinir mannsins hennar. Með þeim skemti hann sér við l'hombre og viðsjárvert hjal og góð vín og góðan mat. Stundum fanst henni þeir eins og blóðsugur, sem væru að sjúga göfgi sálar hans út úr honum. Stund- um eins og illvættir, sem væri að soga hann niður í eitt- hvert geigvænlegt djúp, eða teygja hann inn í hóla. En stundum hafði hún reynt að hrista þessar áhygg- jur af sér. Hún hló þá að hræðslunni. Ekki mátti hún gera manninn sinn að ófullveðja. barni. Eins og hann væri ekki henni fremri að andlegum þroska. Eins og hann sæi ekki alt, sem hún sá. Eins og hann sæi það ekki alt miklu betur. Eins og liún sæi ekki daglega, að hann var gæðamaður, og að enginn liafði spilt honum. Jú, hún vissi það vel, að hann sá meira en hann sagði. Hann sagði svo litið — um alt —. Einkiun á síð- ustu tímum. . . . Hún vissi vel, að það var ekki h a n n, sem sóttist eftir að binda félag við þá, heldur þ e i r við hann. Hann hafði ekki vísað þeim á bug. Annað hafði hann ekki gert. Það var sjálfsagt gagnstætt eðlis-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.