Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 31

Skírnir - 01.01.1908, Page 31
Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. 31 Og víst er um það, að þetta atriði, sem nú hefir síð- ast verið á minst, hlaut að hafa mjög eftirtektarverðar af- leiðingar — þær, að mikill munur hlaut að verða á skiln- ingi Norðmanna og Svía á því, hvernig sambandinu væri í raun og veru háttað. Framar öllu öðru verða menn að athuga það, að Sví- þjóð hafði alt framan úr fornöld átt þess stöðugan kost að haga þjóðlífi sínu samkvæmt hugsjóninni: »Sjalfr leið sjalfan þik«. Ekki að eins fyrir þá sök, að landið var flatara og þéttbýlla, og fyrir því auðveldara að kotna þjóðartilfinningunni í eina heild; heldur hafði og verið meiri eldur og meira magn í þjóðinni, en hún hafði notað heima, og það hafði hvað eftir annað vakið bæði undrun og að- dáun allrar Norðurálfunnar. Hvað var ljóminn utnh verfis Harald, Olaf, Sverri og Hákon á undan hnignunartíman- um í samanburði við ljómann umhverfis Gústaf Adolf og Karl 12 ? Hér hafði sannarlega árangurinn af hugsjón- inni: »Sjalfr leið sjalfan þik« orðið meiri en nokkur- staðar annarstaðar á Norðurlöndum. Sízt varð Noregur borinn saman við Sviþjóð. Menn eiga ekki að vera að mæla því neina bót, og því síður vera að stagast á því með ofsafengnum hroka — menn eiga blátt áfram að líta á það sem eðlilegan hlut, eins og ástatt var, að þrátt fyr- ir það veglyndi, sem beitt hafði verið, veitti Svíum örð- ugt að vinna bug á meðvitund sinni um það, að þeir væru fremri þjóðinni við hliðina á þeim, sem var þeim lítil- mótlegri og fátækari. Sannanir þess, að þeir höfðu verið henni fremri, voru svo ótvíræðar í mannkynssögunni. Það var, með öðrum orðum, ekki annað en sjálf- sagður hlutur, að Svíar litu einkum þeim augum á sam- bandið, að smám saman ætti sameiginlegum málum á öll- um sviðum þjóðlífsins að fjölga. Og það er skiljanlegt — og fyrir því má mæla því bót — að Svíum hætti við því, þegar þeir litu á málið frá stjórnmála-sjónarmiði ein- göngu, litu á afstöðuna til annarra landa, sendisveitir sínar í öðrum löndum og utanríkisstjórn, að finnast það skerðing á þeim veg, er hið fræga land hafði getið sér

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.