Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 94

Skírnir - 01.01.1908, Page 94
94 Erlend tíðindi. Þetta gerðist í höfuðborginni, Lissabon, 1. febrúar, er konungs- fólkið ók þar um stræti heim til hallar sinnar. Konungsvagninn var staddur á höfuðtorgi bæjarins, í mikilli mantiþröng, er maðttr stökk fram úr fólksþvöguntti og upp á þrepið aftan á vagninum, og hleypti af marghleypu 2 skotum í bak kon- ungi. Hann hneig þegar út af. I sama bili heyrðist blásið í pípu, og spratt þá annar maður svaitskeggjaður í stórri kápu fram aö kon- ungsvagninum, brá tiddarabyssu undatt klæðum og skaut konungs- efni í andlitiö og síðan aftur í brjóstið. Hantt bjóst til að skjóta í þriðja sinn, en þá sló lögregluþjónn á byssuskeftið, og reið skotið af út í loftið. Liðsforingi hjó konungsmorðingjann banahögg. Hin- um banaði lögregluliðið. Yngri konungssonurinn fekk og skot í handlegginn, en það sá engintt gjörla, hvaðatt kom, með því að alt var í uppnámi. Konungsvagninn fór svo hart sem hestarnir komust, upp að hergagnabúri skipaliðsins við efri endann á torginu. Kon- ungur var örendur, er þar kom, og konungsefni með litlu lífsmarki, en lézt að vörmu spori. — Þessa leið mun atburði rótt lyst. Fyrstu frásögnum blaða skakkaði nokkuð. Konungurirtn hót Karl (Dom Carlos) hinn I. með því nafni, og hat'ði verið konungur 181/, ár, en varð nær hálffimtugur að aldri, sonur Hlöðvis kottungs I. (1861 —1889) og drotningar haus Maríu Píu Yiktorsdóttur Emanúels II. Italíukonungs. Hann var kvæntur Amaltu prinzessu af Orleans-ætt, sonardóttur Hlöðvis Filipps Frakka- konungs (1830—1848). Þau áttu 2 sonu barna, Hlöðvi Filipp (Luiz Filippe), þann er hór segir frá að veginn var um leið og faðir hans, liðugt tvítugur, og Manúel, er lífi hélt og tók konungs- nafn eftir föður sinn, 18 vetra. Hann nefnist Manúel II. Undirrót þessa stórfenglega illvirkis eigna flestir megnri gremju frelsisvina í landinu út af þeirri lögleysistiltekju konungs og yfirráðgjafa hans, Joao Franco, að stjórna því þinglaust, með al- ræðÍ8valdi. Þing var rofið í fyrra vor, 10. maí, og ekki efnt til nýrra kosninga. Franco hafði verið yfirráðgjafi árlangt þar á uud- an, en engu tauti komið við þingið. Hann var utanflokkamaður, sagður vitur maður og skörungur mikill, og kölluðu þeir konungur þetta gert til að bjarga landinu úr s/num voða, upp úr botnlausu spillingarfeni þeirra manna, er fyrir þjóðmálum réðu á þingi og utan. Þeir mötuðu sinn krók á landsins fé hver í kapp við annan, öfluðu sér fylgis með gegndarlausum fjáraustri til embætta og bitlinga, og höfðu sökt landinu í botnlausar skuldir. Franco hafði kipt mörgu í lag þá 9—10 mánuði, er hann réð einn öllu með

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.