Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 32

Skírnir - 01.01.1908, Page 32
23 Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. í mannkynssögunni, að sjá Noreg með alveg sömu rétt- indum við hlið sér á þessu sviði. Mér er, að minu leyti, mjög fjarri skapi að áfellast Svía fyrir það, að þeir litu þessum augum á sambandið. Eg skil það svo vel. En frá sjónarmiði norskra stjórnmála hlutu menn að líta alt annan veg á sambandið. Að sama skapi sem norræna grundvallarhugsjónin: »Sjalfr leið sjalfan þik« hafði kviknað með öllum sínum töframætti í hugum Norð- manna — og hún hafði, eins og áður hefir verið sýnt, fyrsta skiftið tendrast sem vottur um þrá, er öll þjóðin gerði sér ljósa — að sama skapi hlaut ákvæðið um sam- band Noregs við Svíþjóð að þokast út í myrkrið, en skín- andi sólarglampi að koma á þau orðin, að Noregur væri »frjálst og sjálfstætt ríki.« Afleiðingin varð sú, óviðráðanleg, að eftir skilningi Norðmanna varð aðaláherzlan lögð á stjórnarskrár-rétt landsins til f u 11 k o m i n s o g ó s k o r a ð s j a f u s t æ ð- i s við Svíþjóð, eða eins og kveðið er að orði í ávarpi stórþingis til Oskars konungs 17. júní 1905, á það »að sameiginleg mál verði ekki fleiri en fyrir er mælt í sam- bandslögunum, og að öðru leyti að halda uppi einræði beggja ríkjanna í öllum málum, sem sambandslögin taka ekki fram skýrum orðum, að séu sambandsmál.« Þessi grundvallarmismunur var þá, og hlaut að verða, frá byrjun á skilningnum á sambandinu. Fyrir báðum þjóðunum hefir vakað gamla, norræna heilræðið: »Sjalfr leið sjalfan þik«. En þessi mismunur hefir gert Norðmenn að byltingagjarnri þjóð, fullri af eftirlöngunum og mjög starfsamri í öllum greinum; en Svíþjóð að ihaldsamri þjóð, sem bíður og hvílir sig. Og þessi mismunur olli smám saman og hlaut að lokum að valda sambandsslitum. Mig hefir þá sérstaklega langað til þess að benda á þetta, til skilningsauka á hinum tilkomumikla æfintýrs- leik, sem endaði svo glæsilega fyrir ættjörð minni: I fyrsta lagi, að norsk þjóð fekk í raun og veru aldr- ei fyr en árið 1814 notið þess fagnaðar að kannast við

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.