Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1908, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.01.1908, Blaðsíða 12
12 Á vegamótum. teldi hann mjög vafasamar, og að sömu augum litu á þær kenningar ýmsir af ágætustu, guðræknustu, lærðustu og vitrustu mönnum veraldarinnar. Börnunum væri lang- bezt að fullyrða ekkert um þau atriði, fyr en þau hefði öðlast þann þroska, að þau gæti aflað sér sjálfstæðrar sannfæringar um þau. Eins og þetta væri ekki svo sjálfsagt, að það væri ósamboðið fullorðnum, heilvita mönnum að deila um ann- að eins! Eins og alt annað væri ekki ofríki við sálir barnanna! Og eins og það væri ekki áreiðanlegt, að maðurinn hennar væri i raun og veru á sama máli! Allir vissu, að kennarinn var góður maður og gæt- inn og guðrækinn, með ríkan skilning á trúarþörf mann- anna, fullur af góðgirni og sannleiksást. Og nú hafði komið áskorun til skólanefndarínnar um að reka hann. Allir vissu, hvernig sú áskorun var til orðin. Þarna þurfti að smeygja inn einum af nánustu vinum og fylgifiskum sýslumanns ... Var ekki guðlaust að nota, sér fáfræði manna með þessum hætti? Og hvernig gat hún hugsað til þess, að maðurinn hennar léti liafa sig til annars eins? Nei. Hún ætlaði ekki að hugsa til þess. Þetta var ekkert annað en fjarstæða. En hún gat ekki um annað hugsað. Hún var svo hrædd. Henni fanst eins og öll ánægja sín og von og sæmd leika á þræði . . . . Og hún vissi ekki nema þráð- urinn kynni að slitna, þegar maðurinri hennar kæmi inn úr dyrunum Hann kom inn úr dyrunum. — Sæl, elskan mín, sagði hann. — Komdu sæll, góði, sagði hún. Hún þorði ekki að líta upp. Var hrædd um, að hún kynni að sjá úrslitin á honum. Einblíndi á barnið i vöggunni. Hann fór inn í skrifstofu sína. Þá þurfti hún einskis að spyrja. Hún þekti hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.