Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 96

Skírnir - 01.01.1908, Page 96
-96 Erlend tíðindi. sakamál á hendur Hardeu um sama efni. Þá gögnuðust honum illa vitni og féll á hann málið (4 mán. fangelsi m. m., 3. jan.). Sátt varð um áramótin með Ungverjum og A u s t u r í k i s- •m ö n n u m um enduruýjun ríkistengslasáttmá'ans frá 1867, til 10 ára, eftir langa riinmu og harða. Þar er búist helzt víð friðslitum og S'tndrung hins mikla ríkis, er Franz Jósefs keisara missir við, en hann er nú háaldraður orðinn og hefir verið 60 ára keisari undir þ. á. lok, ef lifir. Þriðja fulltrúa þinginu rússtieska semur skaplega við stjóruina að svo komnu. Það er þjálla rniklu eu hin fyrri, og fer stjórnin sinna ferða fyrir því yfirleitt. Hún ýfist heldur við Finn- lendinga á nýjan leik, hefir skifo þar um landshöfðitigja í vetur til hins verra. — Stössel, yfirhershöfðittgi Rússa í Port Arthur, er þar gafst upp fyrir Japönum nýársdag 1905, var dæmdur af lífi 20. febr. fyrir þá uppgjöf meðal annars. Það þótti vera sannað, að ekki hafi verið öll vörn þrotin. Enn eiga F r a k k a r í ófriði suður í Marrokko og berst í bökkum við þarlenda mentt. Hiun nýi soldán, Musai Hafid, sagð- ur hafa farið halloka fyrir þeim nýlega. Með Dönum höfuðtíðiudi í vetur samkomulag með stjórnar- liðunt og hinum frjálslyndari íhaldsmönnunt í landsþinginu utn miður frjálslegt sveitastjórnarnýmæli, og kvíða frjálslyndir þjóð- málamenu framhaldi uppgjafar af stjórnarinuar hendi í íhalds- átt eða afturhalds. — Holger Drachmann, höfuðskáld Dana, lézt 14. jan., Jöhnke aðmtráll, fyrrum flotamálaráðgjafi, 6. jan., 8. febr. Ludvig Schröder fyrrum yfirmaður Askow lýðháskóla, og Fr. Meldahl stórhýsameistari 2. febr. Skift um ráðuneyti í N o r v e g i nýverið. Lövland frá völd- um, fyrir 3 atkv. mun honum mótdrægan á þingi, en við tekið -Gutmar Knudsen þingforseti, höfuðskörungur í liði framsókuar- manna, og honum samhentir flokksbræður hans. Það voru sam- steypuráðuneyti, er þeir voru fyrir, Michelsen og Lövland. — Norðmenn hafa komið sér í vetur undir hlífiskjöld stórveldanna 4 hér í álfn, Breta, Frakka, Þjóðverja og Rússa, með sáttmála um ábyrgð þeirra á óskertri landeign Norvegsríkis m. m P e n i n g a-v a n d r æ ð i hafa mjög lagast, er á leið vetur, um alla álfuna nema Norðurlönd. Tveir bankar í Khöfn komust á annað hné, en þeim og fleiri peningastofnunum m. m. forðað al- gerðu falli með ríkissjóðsábyrgð og 5 höfuðbanka í Khöfn, samtals 20 milj. veði. B. J.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.