Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 15

Skírnir - 01.01.1908, Page 15
Á vegamótum. 15- vegna sjálfrar þín. Þú sér sjálf, að ofurlítilli stund lið- inni, svo sárt eftir þessum óguðlegu ógætnisorðum. Þú veizt, að eg er ekkert vondur maður og enginn ódrengur. En hún gat ekki stilt sig. Hún hopaði á hæli frá honum og svaraði með ákefð: — Nei, nú ætla eg að tala. Hvað sem af þvi hlýzt, skal það út, sem hefir brent sál mína sárast að undan förnu . . . Eg skil það, að þú viljir láta mig þegja. Þér liugkvæmist aldrei neitt ráð annað en þögnin. Alt þitt hjal um andleg mál er ekki annað en þögn — þögn um hugsanir þessarar aldar - þögn um alt það, sem kemur börnum nútímans í raun og veru nokkuð við .... Og stundum flnst mér þetta hjal eins og reykur af útbrunnu eldsneyti. Sumir sofna í þeirri svælu. En öðr- um súrnar sjáldur í augum. . . . Eg veit, að þetta verður ekki sagt um þig einan. Svona eruð þið. . . . Hvers vegna felið þið eldinn fyrir fólkinu — eld nýrra hugsana, eld andans — þið ykkar, sem vitið, að hann hefir aldrei log- að skærara í veröldinni en nú? Eg veit það. Þú hefir margsinnis sagt mér það. Þið eruð hræddir um, að fólk- ið brenni sig, segið þið. En það er ósatt. Þið eruð ekki hræddir við þ a ð, þó að þið séuð að reyna að telja ykk- ur trú um það. Það er oddborgarahátturinn utan um ykkur, sem þið standist ekki. Þið látið alt af bera vatn í eldinn í sálum ykkar — slökkva sannleiksástina sjálfa. . . . Og við og við fer eins og í dag. Sannleikanum af- neitað. Og ill öfl látin fara með fólkið út í ódrengskap og rangsleitni. Hún leit á hann og sá, að hann horfði á hana. 0g hún sá jafnframt, að öll reiði var horfin af andlitinu á honum. Hann horfði á hana ástríkum bænaraugum. Henni féll allur ketill í eld. í huga hennar skaut á einu augabragði upp meðvitundinni um það, að eitthvað væri rangt hjá henni sjálfri. Hún vissi ekki, hvað það var. Hún fann á þeirri stund, betur en nokkuru sinni áð- ur, hve lieitt hann unni henni — hve þrá hans eftir ást

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.