Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 57

Skírnir - 01.01.1908, Page 57
Prédikarinn og bölsýni hans. 57 innskotin hyggur Siegfried að staíi frá Saddúkea, er á þann hátt hafi viljað draga úr bölsýni frumhöfundarins og gera ritið hæfilegra í augum þess flokksins. En það er alkunnugt, að einmitt sá flokkurinn, Saddúkearnir, tóku miklum áhrifum frá Grikkjum. Sú viðbótin hefir líklega fyrst verið gerð. Hin auka-lífsskoðunin, er kemur fram í Prédikaran- um, er eiginlega jafngagnstæð frumhugsun höfundarins sem þeirri, er nú var talin. Hún er sú, að vart verði í lífinu við guðs stjórnandi hönd, og að hann veiti þeim, er honum þóknast, vizku, þekking og varanlega gleði af striti sínu. Öllu muni vera vísdómslega niðurraðað; vér skiljum það að eins ekki; guð muni umbuna og hegna þegar hér í lífi, — hann fresti að eins hegningunni á stundum; það glepji mönnum sýn. Alt, sem guð hafi gert, standi að ei- lífu, og hann hafi komið því svo fyrir, til þess að vér óttuðumst hann. Maðurinn geti ekki deilt við hinn al- mátka. Þær umbæturnar stafa þá frá einhverjum rétt- trúnaðarmanninum meðal Gyðinga; með þeim hefir hann þózt girða fyrir það, að ritið gæti valdið hneykslunum. Það er sama andlega stefnan, er síðar kemur svo berlega fram hjá Faríseunum á Krists dögum. Enn álítur próf. Siegfried, að bætt hafi verið inn í frumritið ýmsum spakmælum, og sömuleiðis ýmsum and- mælum gegn þeim orðum frumritsins, sem gera lítið úr spek- inni. Sérstök stefna meðal Gyðinga lagði stund á hina sönnu speki. Þeirri stefnunni hefir og þótt frumritið of bölsýnt, og þeir urðu því einnig að leggja ofurlítinn skerf til umbótanna. Hafi próf. Siegfried rétt fyrir sér, þarf engan að furða á mótsögnunum í ritinu, eins og það nú er í biblíunni. Og ekki finst mér neinn hafa gert jafnglögga grein fyrir þeim mótsögnum og eðli þeirra eins og hann. Og svo- mjög hafa fræðimennirnir fundið til þessara mótsagna, að einn (Bickell) kom fram með þá skýringu á þeim, að frumritið mundi upphaflega hafa verið á mörgum blöðum og blöðin ruglast, er þau hefðu verið bundin inn, og þann veg orðið þessi hrærigrautur af.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.