Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 35

Skírnir - 01.01.1908, Page 35
Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. 35 litlu þjóð, sem var nýkomin f'ratn á sjónarsviðið, með öllu hennar braski við að ná fullkomnu jafnstæði við gömlu Svíþjóð, eitt af frægðarlöndunt Norðurálfunnar. Víst er um það, að frá hinni voldugu sveit hins sænska yfirlætisflokks kom það örlögþrungna s k j a 1, sem hleypti tundursendlinum undir örk ríkjasambandsins. Stjórnarformaður Norðmanna H a g e r u p, hafði 28. maí 1904 sent stjórnarformanni Svia, B o s t r ö m, skjal, sem nefnt var »uppkast«; í því var ágrip af þeitn ákvæðum, sem norska stjórnin hugsaði sér að yrðu sett í lög, er samþykt yrðu samhljóða í báðum ríkjunum; samkvæmt 2. gr. í skjali, sem áður hat'ði verið sent (24. marz 1903) og kallað hefir verið »Communiqué«, áttu þessi lög að vera um afstöðu sérkonsúlanna til utanríkisráðherrans, og þeim átti ekki að mega breyta, né heldur nema þau úr gildi, án samþykkis stjórnarvaldanna í báðum ríkjunum. Nálægt hálfu ári síðar en þetta »uppkast« hafði verið' sent, 23. nóv. 1904, kom Boström stjórnarformaður til Kristjaníu með svo nefndar »ástæður«: skriflegt ágrip af s æ n s k u m grundvallar hugmyndum um það, hvern- ig slík lög ættu að vera. I þessu skjali var tundurkúlan fólgin. Asamt ýms- um öðrum nýjum kröfum af Svía hálfu, var sú krafa þar, að sænskur utanríkisráðherra ætti að geta komið því til vegar í ríkisráði S v í a, að k o n s ú 1 u m, s e m s k i p- aðir hefðu verið í ríkisráði Norðmanna, yrði vikið úr embætti! Svo voldugur var yfirlætisflokkurinn í Sviþjóð, að hann dirfðist að koma með slíka kröfu. En hvorki gátu Norðmenn þolað þetta, né heldur áttu þeir að þola það. í skjali sínu frá 11. jan. 1905 lét ríkisráð Norðmanna getið 6 atriða í bréfl Boströms, tók það fram afdráttarlaust, að þau atriði gerðu Noreg að lýðríki, og fór fram á, að þau væru feld úr. En stjórn Svía var ekki fáanleg til þess að fella úr þessi atriði, sem voru Noregi svo mikil óvirðing. Oskar kon- 3*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.