Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 14

Skírnir - 01.01.1908, Page 14
14 Á vegamótum. . . . Annars skilst mér svo, sem þér mani finnast, að ein manneskja að minsta kosti, önnur en eg, muni hafa tölu- vert vit á þessu. — Við skulum ekki vera að deila um það, sem ekki kemur málinu neitt við .... Og þú veizt vel, við hvað eg á. — Eg get ekki gert að því, að fólkið hér í sókninní vill ekki láta innræta börnum sínum annað en það, sem því liefir sjálfu verið kent .... Og sannast að segja finst mér ekki ósanngjarnt, að það ráði því. — Blessaður, farðu nú ekki að telja sjálfum þér eða mér trú um, að það sé f ó 1 k i ð hérna, sem ræður þessu Það er sýslumaðurinn, sem ræður því, og kaupmennirnir . . . . Þessir mathákar og vínsvelgir og guðlastarar! — Þetta eru óguðlegir dómar, sagði presturinn og spratt upp úr sætinu. Geðshræring frúai’innar íór líka vaxandi. — V i t u m við nokkuð um guð, annað en það, hvern- ig hann hefir birzt í hinu bezta í mönnunum? Og hafa þeir ekki hent gaman að því öllu og svívirt það? . . . . Og það hér inni í þinni eigin stofu! Honum varð orðfall. Hann horfði á hana. I svipn- um var angist. — Og hverjum er það að kenna, að þessir riddarar rétttrúnaðarins hafa náð valdi á fólkinu í öðru eins máli og þessu ? sagði frúin enn fremur. Engum öðrum en þér, sem ert á sama máli eins og kennarinn, sem þið eruð að reka! . . . Hver á að tala við fólkið, þegar þú þegir? — Þú veizt, hvernig eg lít á það mál, sem þú ert nú að yinpra á. Eg hefi oft sagt þér það. Hann reyndi sýnilega að stilla sig sem bezt. — Já, eg veit það. Eg kann utan bókar allar viðbárur heigulskaparins og ódrenglyndisins. Hann hrökk saman og varð fölur sem nár. Þá gekk hann að henni. Svipurinn harðnaði. Hann lagði hægri höndina nokkuð fast á öxl hennar og sagði: — Nú segir þú ekki meira. Ekki vegna mín, heldur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.