Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 69

Skírnir - 01.01.1908, Page 69
Upptök mannkynsins. 69 vert meira en hálf miljón ára sé liðin frá upphafl fyrstu isaldar hér á landi. Pliócena öldin, sem næst er á undan ísaldatímabilinu, hyggur Penck muni hafa staðið yflr hér um bil 2 miljónir ára. En í jarðlögum frá þessari öld hafa fundist mjög merkilegar leifar, sem gefa oss bendingu um hvar aítur á öldum upptök mannkynsins muni liggja. Það var árin 1891 og 92 sem Eugen Dubois fann suður á Java, þar sem Trinil heitir, einhverja þá eftir- tektarverðustu steingjörvinga, sem dregnir hafa verið fram í dagsins ljós til þessa. Var það efri hlutinn af hauskúpu, 2 jaxlar og lærleggur. Bein þessi voru steinrunnin mjög og hyggur Dubois að þau séu ekki yngri en frá pliócena tímabilinu. Margir af þeim mönnum, sem bezt hafa vit á, hafa vandlega skoðað bein þessi, og funclu þeir að haus- kúpan er líkari mannheilabúi heldur en hauskúpa af nokkru öðru dýri, sem menn þekkja. Ennfremur sýndi lærleggurinn, að skepna þessi heflr getað gengið upprétt miklu betur en nokkur api, sem menn þekkja í jörðu eða á. Af því ályktuðu ýmsir, að skepna þessi, sem Dubois hafði nefnt Pithecanthropus erectus, eða mannapann upp- rétta, hefði í raun réttri verið maður á mjög lágu stigi. Aðrir neituðu því og bentu til þess, hversu langt Pithec- anthropus hefir verið fyrir neðan jafnvel lægstu mann- flokka sem kunnir eru, að heilastærð og öðrum mann- einkennum. I stuttu máli, hér virtist vera fundinn sá milliliður manna og apa, sem mótstöðumenn Darwins höfðu alt af verið að skora -á Darwiningana að koma með; skepna, sem sumir þeir menn, er bezt höfðu vit á, töldu hinn fullkomnasta apa, en aðrir hinn ófullkomnasta mann. Af ýmsum ástæðum hyggja þó sumir, að Pithec- anthropus muni ekki vera forfaðir þeirra manna, sem nú byggja jörðina; þar sé að vísu tilraun, og hún mjög virð- ingarverð, til að verða að manni, en sá ættleggur muni hafa dáið út. En hvað sem nú þessu líður, þá getum vér m. a. af þessu, sem nú var stuttlega skýrt frá, gert oss nokkra

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.