Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 8

Skírnir - 01.01.1908, Page 8
8 Á vegamótum. aðar, sem mörgum er mestur í heimi — að sjá ný útsýní lúkast upp fyrir anda sínum. Hann hafði fylgt henni heim um kvöldið. A þeirri leið hafði hún lofast honum. Og nú höfðu þau verið í hjónabandi hálft annað ár. ... Og stundum hafði henni ekki fundist, eins og alt vera með feldu. . . . Eitthvað öfugt við ræðuna. Nci! Nei! Hún vildi ekki hugsa um það, það var ekkert. . . . Margt, margt hafði verið ánægjulegt. Æfin- lega hafði hann verið henni góður. Og öllum hafði hann viljað vera góður — oft um efni fram. Hugurinn reyndi að halda sór dauðahaldi í þær end- urminningar. En misti af þeim. Þær urðu eins og að skýjaflókum og liðu burt. Aðrar hugsanir ruddust að, harðar eins og hraunstrók- arnir. Hvers vegna hafði hann aldrei talað við söfnuðinn neitt líkt því, sem hann talaði á fundinum í Kaupmanna- höfn? Hvers vegna hafði hann aldrei talað við söfnuð- inn neitt líkt því, sem hann talaði við hana sjálfa, eink- um í tilhugalífinu og fyrstu mánuðina eftir hjónavígsluna? Hvers vegna hafði hann aldrei látið þess getið, að neitt nýtt væri á ferðum? Hvers vegna talað eins og menn töluðu fyrir hálfri öld eða fyr? Hann h u g s a ð i ekki svo. Það vissi hún vel. Hvers vegna talaði hann ekki eins og hann hugsaði? Hún hafði haft orð á þessum spurningum við hann. — Hvað heldurðu, að fólkið hérna skilji i vandamál- um vísindanna? hafði hann þá sagt. — En að revna að gera þau skiljanleg? — Hleypa öllu í uppnám? Og kippa grundvellinum undan huggun og von hver veit livað margra? — Finst þér grundvöllurinn vera sem traustastur? Finst þér huggunin og vonin í sem föstustum skorðum, þeg- ar fer að hvessa? Finst þér ekki huggunin verahjáæði- mörgum mest í því fólgin að verjast hugsunum? Og von- in í meira lagi reykkend?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.