Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 68

Skírnir - 01.01.1908, Page 68
68 Upptök mannkynsins. Væri um þessi atriði, sem nú var drepið á, og önnur skyld, margt að segja; en eg fer fijótt yfir þá sögu hér, þareð þess er víða getið og einnig í íslenzkum ritgerðum. XV. Þá skulum vér íhuga lítið eitt, hvenær það muni hafa verið, sem hinir apakynjuðu forfeður vorir — ólíkir þó öllum núlifandi öpum — breyttust í menn. Ovissan er i þessurn efnum mikil eins og svo víða í þessari undarlegu sögu, sem hér er leitast við að gefa lesandanum svolitla hugmynd um; vér verðum að muna eftir, að þekkingin í þessum efnum er að heita má ekki eldri en frá því í gær; langmest a-f rannsóknunum er ógert ennþá. Hvað aldur mannkynsins snertir, getum vér þó verið vissir um að það rís ekki upp fyr en á hinu svo nefnda nýja lífskeiði jarðsögunnar (tertier-tímabili) og hefst það með eócen-öldinni. Fyrir þann tíma ber lítið á spendýrunum, en úr því hei'st uppgangur þeirra. Albrecht Penck, hinn nafnfrægi jarðfræðingur og landfræðingur, telur sennilegt, að frá upphafi eócenu aldar séu liðnar 10—11 miljónir ára. Pleistócena eða kvartera öldin hyggur hann hafi staðið yfir 5—600000 ár. Síðustu 3000 árin eða svo nefna menn nútið í jarðfræðislegum skilningi, því að á þeim tíma hafa svo litlar breytingar orðið á líftegundunum og yfirborði jarðar, að varla er teljandi, sé jafnað til breyt- inga þeirra, sem áður hafa gerst. Ritgerð sú eftir Penck, sem ofangreindar tölur eru teknar úr, er nokkuð farin að eldast og hefir bæzt og aukist allmjög þekkingin á ísaldatímabilinu síðan hún var rituð; hefir þar. enginn jafn mikið umbætt og Penck sjálf- ur, og er á næstu árum von á nýju riti1) eftir hann um lengdina á ísaldatímabilinu. Mundi eg ekki furða mig á, þó að síðar meir yrði komist að þeirri niðurstöðu, að tals- 0 eða réttara sagt niðurlagi rits, sem hefir verið að koma út i mörg ár: Alpafjöllin á isaldatímabilinu (Die Alpen ins Eiszeitalter) eftir Penck og Briickner.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.