Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 89

Skírnir - 01.01.1908, Page 89
Ritdómar. 89’ En að hinu leytinu leynir það sér ekki, að höf. hefir ekki að jafnaði vald á búningnum, og einna sízt þegar hugsanirnar eru frumlegastar. Sjaldnast ræður hatin við íslenzka kveðandi að fullu. Stundum gefst hann alveg upp, og yrkir þá »ljóð« sín ekki að eins í óstuðluðu, heldur og með öllu óbundnu máli. Vitaskuld er sú »ljóðagerð« nokkuð farin að tíðkast i öðrum löndum. En mikið má það vera, ef Islendingar sætta sig að sinni vel við þau »ljóð«. Viðbrigðin verða nokkuð mikil frá hinni fullkomnustu og örðugustu braglist, sem til er í heimi. Og víða mistekst höf. að fara eftir islenzkum braglistar-reglum, þegar hann ætlar sér að gera það. En sanngjarnt er að hafa það þá jafnframt hugfast, sem öllum er kunnugt, að nokkuð svipað hefir sumum beztu skáldum okkar verið farið. Bjarni Thorarensen var ekki sterkur á því svellinu. Og Grímur Thomsen ekki heldur. Hitt er lakara, að íslenzkunni á ljóðum H. V. er mjög áfátt. Ekki að eins að því leyti, að lesandi rekur sig við og við á ótæk orðatiltæki, eins og til dæmis að »r e i ð a hvílu«, »nú er þ r ð nótt« o. s. frv. Heldur og að því leyti, að blærinn á búningnum er að jafnaði ekki íslenzkur, þar sem ekki verður beinlínis bent á ueinar málvillur. Ætti að sanna það, ntundi þurfa að semja um það lengri ritgjörð en Skírnir hefir rúm til. H. V. finst mór svo mikið skáldefni — mér finst eg sjái, að hann eigi svo mikið af sálargöfgi og frumlegum hugsununt — að þess væri óskandi, að honum auðnaðist að gera hugsunum sínum góð klæði. Og þá að sjálfsögðu sérstaklega, að hann næði valdi á slenzkri tungu. * * * DULRÆNAR SMÁSÖGUR. Teknar eftir skilgóðum heimildum. Safnandi BRYNJÚLFUR JÓNSSON frá Minnanúpi. [Kostnaðarmaður Skúli Theroddsen 1907]. Br. J. skiftir sögum sínum í 7 flokka: berdreymi, feigðarboða, dáinna-svipi, dulargáfur, dular tilbrigði, huldufólk og dulardyr. Þær eru ekki gefnat út sem þjóðsögur, heldur sem sannar sögur. Ut- gefandi kveðst hafa þekt vel meiri hluta heimildarmannanna, og vitað, að þeint mátti trúa; en um hinar hafi hann haft orð áreið- anlegra manna, sem kunnugir hafi verið hinum upphaflegu heim- ildai mönnum. Og hann ætlast til þess, að með tímanum kunni að verða dregnar vísindalegar ályktanir af þessum sögum. Því miðttr hefir hann ekki gert hitiar ágætu sögur sínar svo- úr garði. Til vísindalegra ályktana er meira krafist en hann hefir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.