Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 53

Skírnir - 01.01.1908, Page 53
53 Prédikarinn og bidsýni lians. hefir verið, að þetta væri að eins »efasemi sameinuð hin- um mesta, guðsótta«. Háskólakennari einn á Þýzkalandi, I). C. Sigfried, sem ritað hefir allnákvæmlega um rit þetta, fullyrðir, að óhugsandi sé að nokkur rithöfundur riti svo. Mótsagn- irnar séu þann veg til orðnar, að smátt og smátt hafi verið bætt inn í hið upprunalega rit, aðallega af þeirri ástæðu, að ritið hafi þótt fara með óhæfilega lifsskoðun — óhæfilegt bölsýni. A því er enginn efi, að bætt hefir verið inn i sum rit gamla testamentisins. Svo er t. d. sumstaðar í Jesaja. Þar er hin upprunalega ljósa hugsun trufluð með alger- lega röngum innskotum. Sigfried álítur, að skoðun höfundarins koini bezt fram í 3 fyrstu kapítulunum, af því að þar1 hafi íninstu vei’ið bætt inn í, enda er samfeldri hugsun haldið þar bezt. Því lengra sem fram í ritið dragi, þvi örðugra verði að finna nokkura samanhangandi hugsun, og því meiri verði mótsagnirnar. Hvort sem prófessor Siegfried hefir rétt fyrir sér eða eigi, þá kemur öllum saman um, að það, sem hann telur hið upphafiega í'it, sé meginkjarni ritsins, eins og það nú er. Og nú skal eg reyna að gera grein fyrir aðalhugsunum þessa meginkjarna. Höf. heldur því þá frarn, að alt í heiminum sé aumasti hégómi og spyr sjálfan sig á þessa leið: »Hvaða ávinn- ing hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?« Er nokkuð það í heiminum, sem veiti honum fullnægju? Er nokkuð til, sem sætti manninn við lífið ? Hann virðir fyrir sér atburði lífsins og þeir koma honurn svo fyrir sjónir, að alt sé háð ói’júfanlegu lögmáli, sömu viðburðirnir komi æ af nýju, alt sé stöðug hring- ferð, og því sé ekkert nýtt undir sólunni. Og þegar xnannsandinn reyni að komast að einhverri skynsamlegri niðurröðun í þessari hringferð viðburðanna, þá mishepnist það með öllu. Hann hafi reynt að afia sér speki og þekk-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.