Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 12

Skírnir - 01.01.1908, Side 12
12 Á vegamótum. teldi hann mjög vafasamar, og að sömu augum litu á þær kenningar ýmsir af ágætustu, guðræknustu, lærðustu og vitrustu mönnum veraldarinnar. Börnunum væri lang- bezt að fullyrða ekkert um þau atriði, fyr en þau hefði öðlast þann þroska, að þau gæti aflað sér sjálfstæðrar sannfæringar um þau. Eins og þetta væri ekki svo sjálfsagt, að það væri ósamboðið fullorðnum, heilvita mönnum að deila um ann- að eins! Eins og alt annað væri ekki ofríki við sálir barnanna! Og eins og það væri ekki áreiðanlegt, að maðurinn hennar væri i raun og veru á sama máli! Allir vissu, að kennarinn var góður maður og gæt- inn og guðrækinn, með ríkan skilning á trúarþörf mann- anna, fullur af góðgirni og sannleiksást. Og nú hafði komið áskorun til skólanefndarínnar um að reka hann. Allir vissu, hvernig sú áskorun var til orðin. Þarna þurfti að smeygja inn einum af nánustu vinum og fylgifiskum sýslumanns ... Var ekki guðlaust að nota, sér fáfræði manna með þessum hætti? Og hvernig gat hún hugsað til þess, að maðurinn hennar léti liafa sig til annars eins? Nei. Hún ætlaði ekki að hugsa til þess. Þetta var ekkert annað en fjarstæða. En hún gat ekki um annað hugsað. Hún var svo hrædd. Henni fanst eins og öll ánægja sín og von og sæmd leika á þræði . . . . Og hún vissi ekki nema þráð- urinn kynni að slitna, þegar maðurinri hennar kæmi inn úr dyrunum Hann kom inn úr dyrunum. — Sæl, elskan mín, sagði hann. — Komdu sæll, góði, sagði hún. Hún þorði ekki að líta upp. Var hrædd um, að hún kynni að sjá úrslitin á honum. Einblíndi á barnið i vöggunni. Hann fór inn í skrifstofu sína. Þá þurfti hún einskis að spyrja. Hún þekti hann

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.