Skírnir - 01.12.1908, Síða 5
Gráfeldur.
293
kominn. Stundum var hann erlendis. Oft hafði hann
áður verið að smíðum í Grundarfirði, og nú var hann á
leið þangað til þess að annast húsbyggingu.
Hann var hár maður vexti, en ekki karlmanniegur,
gekk oftast snyrtimannlega til fara, með hárið vel greitt
og efrivararskeggið vel strokið. Andlitið var magurt með
djúpum dráttum og hörundsliturinn öskugrár. Augun lágu
innarlega og voru ódjörf upplits; allur var svipurinn
háðskur, undirhyggjulegur og nokkuð blandinn. Flestir
sneiddu heldur hjá honum; enda virtist liann vilja vera
öllum kunnugur en einskis vinur.
Það orð fór af Baldvin, að hann væri fjöllyndur í
ástamáluin, og aldrei hafði hann staðfest ráð sitt. Hvar
sem hann var að smíðum, var hann við kvenmann kendur,
og það var leyndarmál, sem allir vissu, að hann hélt við
þessa ekkju í B-firði, sem hann hafði verið lijá um kvöldið.
Jónas var piltur rúmlega tvítugur, ljós á hár, skegg-
laus með hálf-barnslegt andlit. Hann var brúnabeina-
mikill og nefstór, en mjög varaþunnur og stóð hakan
fram. Heldur var hann lítill fyrir mann að sjá og væskils-
legur; enda lítt harðnaður. Bar hann að því leyti menjar
ills uppeldis og skorts í æskunni.
Við Jónas vorum svo gott sem uppalningar — höfð-
um alist upp í kotunum við Gráfeldseyri og jafnan verið
mjög samrýndir. Eg var einu ári eldri. Eg held, að eng-
inn hafi þekt hann eins vel og eg.
Jónas var einn af þeim mönnum, sem ekki var auð-
gert að kynnast í fljótu bragði. Hann var feiminn og
ómannblendinn og kom mörgum heldur kjánalega fyrir.
Þess vegna var honum oft stritt og skapraunað. Margir
héldu, að hann væri einfeldningur. Að eins örfáir menn
vissu það, að gáfur leyndust hjá honum. Hann var
draumlyndur og hneigður til einveru — og það fór frem-
ur vaxandi —, kviklyndur, en þó hverjum manni trygg-
lyndari, geðrikur og barnalega viðkvæmur. Hann hafði
mikla raun af því, hve allur þorri manna misskildi hann.
Og heitasta óskin hans held eg hafi verið sú, að vekja á