Skírnir - 01.12.1908, Síða 10
298
Gráfeldur.
— Já. — »Jónas þinn« í öðrura, en »Lína þín« í
hinum. — Það var einmitt þ a ð, sem tafði.
— Svo nú er það alvara?
Jónas brosti drýgindalega.
— J á, n ú er það alvara.
Eftir örlitla þögn sagði eg ofurlítið kíminn:
— En hvað heldurðu að Baldvin sé að fara?
Þetta glappaðist fram úr mér, og eg dauð-sá eftir
að hafa sagt það, einkum þegar eg sá, hver áhrif það
hafði.
— Baldvin — ha, — sagði Jónas og góndi framan
í mig, eins og hann skildi ekki, hvað Baldvin kæmi
þessu við.
— Jú, hann ætlar víst að fara að smíða þarna í firð-
inum einhverstaðar, núna upp úr hátíðinni, sagði eg
eins og til þess að leiða athygli hans afvega.
En það stoðaði ekkert. Jónas heyrði það ekki. Hann
var orðinn dapur í bragði og hugsandi.
Eftir þetta var eins og þyrmdi yfir hann. Eg gat
varla togað orð úr honum.
Eg fór að verða hálf-smeykur um, að hann hefði
ratað á sömu grunsemdir, eins og þær, er mér höfðu gert
órótt í skapi, síðan Baldvin vildi fá að verða okkur sam-
ferða.
Eg þóttist þá sem sé skilja, hvernig í öllu þessu lægi.
Lína mundi hafa staðið i bréfasambandi við Baldvin um
veturinn, þótt lítið bæri á. Þess vegna hefði hún dregið
það á langinn, að þau Jónas opinberuðu trúlofunina. Nú
loksins, þegar hún átti von á honum, hefði hún gefið eftir
en ætlaði honum að verða komnum áður en þetta kæmist
í framkvæmd. Hún treysti sér tæplega til þess, að standa
ein á meðan hún væri að losa sig við Jónas; ef til vill
yrði það ekki svo næsta auðvelt. Þá ætlaði hún að standa
í skjóli Baldvins á meðan. Þess vegna þurfti hann að ná
þangað fyrir hvítasunnuna. Ef til vill hefir hann vitað
um erindi Jónasar hjá gullsmiðinum, og þess vegna ekki
viljað hleypa honum á undan sér til Grundarfjarðar.