Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 14

Skírnir - 01.12.1908, Page 14
302 Grráfeldur. — Já, — það var 'þegar Sigraundur sálugi hrapaði í Finnukleif. — Hvernig atvikaðist það? — Það var svell í Kleifinni, eins og oftar. Hann hafði bæði staf og brodda, en kunni hvorugu að beita. En ekki var við það komandi, að við raættum leiða hann, heldur gekk hann á eftir okkui-. Svo svimaði liann, ein- mitt þar sem verst gegndi. Við sáum hann hendast fram af hverjum stallinum eftir annan og taka löng loftköst á milli. Loks hvarf hann í sandskrið og grjótreyk. — Undir eins á eftir fanst hann þar neðan undir. — Dauður---------? — Dauður -— ! Biddu fyrir þér! — Allur höggvinn sundur. Það sló óhug á okkur við þessa sögu. Líklega höfum við Grundfirðingarnir hugsað allir það sama, því við lit- um allir samtímis á Baldvin. Eg verð að játa það, að þótt mér geðjaðist ekki að Baldvin, þá langaði mig þó ekki til þess að sjá á eftir honum fram af Finnukleif, fyrst hann var í för með okkur. Baldvin leit ekki upp, en var orðinn nábleikur í framan. Næsta áfanga átti Jónas að »troða fyrir«. Eg gekk næstur honum í slóðinni. Þá gekk Jónas svo hart, að eg átti fult í fangi að fylgja honum eftir. Þeir Einar og Baldvin drógust aftur úr. Við töluðum ekki orð saman. Eg var að hugsa um það, hvað úr aumingja Jónasi mundi verða, ef grunur minn reyndist réttur og Lína ætlaði að svíkja hann. Eg sár-kveið fyrir því. Eg vissi, að hann mundi verða hamstola af harmi. Ef til vill mundi hann leita á að fyrirfara sér. Ef til vill mundi hann missa vitið, svo það þyrfti að halda honum, eða

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.