Skírnir - 01.12.1908, Page 18
306
Gráfeldur.
Það var reykur upp úr gufuskipi, sem var að fálma sig-
út úr firðinum.
Gráfeldur var rétt hjá okkur og sneri að okkur hnakk-
anum. Finnudalsbotninn var á milli, kolsvartur og hrika-
legur. Hnakkinn á Gráfeldi var breiður og tröllslegur;
sólin glampaði á spegilskygðar fannirnar. Ennið horfði
fram að firðinum. Það var hátt og hvast og svipurinn.
úfinn. Fjallið líktist afskaplegu finngálkni, sem stæði hálft
fram úr fjallgarðinum. Ásýndin horfði beint við sólu, en
hrammarnir teygðust út í þokukafið.
Hamrabeltin í Gráfeldi voru öll auð, en fannir í skrið-
unum fyrir neðan þau alt í kring. — —
I slíkum himinljóma, sem þarna var uppi, dofnar
hræðslan og hjátrúin. Mér er sem eg sjái framan í okk-
ur, hefðum við þá verið mintir á »rokkþytinn« niðri í
þokunni og það sem við hugsuðum þar!
Svo lögðum við ofan í Finnukleif. Við Einar létum
Baldvin ganga á milli okkar. Einar átti að sýna honum
hvar fara skyldi; eg átti að gripa í hann, ef hann ætlaði
að hrapa. Baldvin skalf á beinunum þegar hann lagði
ofan í Kleifina, en reyndi þó að harka af sér hræðsluna.
Eftir nokkur skref var hann orðinn öruggur og ófeilinu,
og lék þá við hvern sinn fingur. — Alt gekk slysalaust
ofan Kleifina, og þá vorum við úr allri hættu.
Um venjulegan fótaferðartíma komum við ofan á
Gráfeldseyri.
— — Grunur minn reyndist réttur. Baldvin var
varla fyr komin á Eyrina, en Lína var komin í fangið á
honum.
Eg gekk upp í loftherbergi Jónasar í húsi konsúlsins.
Það stóð heima — þar lá uppsagnarbréfið á borðinu.
»Mjölnir« kom út um daginn, en kvæði Jónasar var
e k k i i honum. Þar biðu hans önnur vonbrigði.
Eg beið með óþreyju eftir því að báturinn kærai, sem
von var á Jónasi á. Hann kom ekki fyr en eftir hátta-
tíma um kvöldið — en Jónas var ekki á honum.
Skipverjar vissu ekkert um hann.