Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 42

Skírnir - 01.12.1908, Page 42
Á g r i p af ’upptökum og sögu kvenréttindahreyfingarinnar í Ameriku. I. Ameríkumenn hafa verið forvígismenn flestra fram- fara á nítjándu öldinni. Hvergi hafa mannréttindin átt sér heitari talsmenn en með þeim. Það var því eðlilegt, að einmitt þeir, yrðu fyrstir til að hefja kvenréttindabar- áttuna. Yesturheims konur hafa ekki heldur beðið eftir þvi, að karlmennirnir réttu þeim réttindi þeirra alveg fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Þær hafa sjálfar barist fyrir þeim. Jafnvel á 18. öldinni, þegar Bandaríkin brut- ust undan Englandi og sjálfstæðisyflrlýsing Bandaríkjanna var samin, voru ýmsar konur uppi í Ameríku, sem kröfð- ust þess, að í nýju stjórnarskránni væru konur teknar til greina. Enda héldu margir því fram, að orðið »borgari« ætti jafnt við karla og konur, og því væru konur líka kjósendur. Sömuleiðis tóku ýmsar konur þá fram, að nýju lögin ættu að bæta hagi giftra kvenna og veita þeim jafnrétti við karlmenn. Ýmsir karlmenn voru því og fylgjandi á fyrstu þjóð- veldisárunum. I stjórnarskránni í New Jersey-ríkinu, sem samþykt var 2. júlí 1776, tveimur dögum fyrir sjálfstæðis- yfirlýsinguna, eru kjósendurnir kallaðir »íbúar«, og var fyrst skilið svo, sem það næði jafnt til karla og kvenna. Sagt er líka, að í ríkjunum á Nýja Englandi og Virginiu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.