Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 54

Skírnir - 01.12.1908, Page 54
t Islenzk keimspeki. Ich wunderte micb dariiber, dass das so hochbegabte islándische Volk noch nicht einen einzigen Philosophen hervorgebracht hahe. Granz richtig hemerkte er [Matthías Jochnms- son] dass die islándische Sprache dazu nicht geeignet sei, weil sie uberángstlich alle Fremd- wörter fern hielte, und zum Philosophieren gehöre einmal ein ganz bestimmt ausgeprágter Wort- und Begriffschatz. P. Herrmann, Island, 1907, 2. bd. bls. 253. I. I fljótu bragði fer ef til vill mörgum eins og Paul Herrmann, vísindamanninum þýzka, sem hér ferðaðist um fyrir nokkrum árum, og ritað heflr tveggja binda bók um ferð sína, landið og þjóðina; þeir furða sig á því, að hin »hágáfaða íslenzka þjóð« skuli ekki hafa eignast neinn heimspeking enn þá. En líklega verður fáum að kenna íslenzkri tungu um þetta, eins og óðsnillingurinn Matthías Jochumsson hefir gert, þótt undarlegt megi virðast. Þvert á móti. Ihugun málsins mundi líklega koma mönnum til að undrast heimspekingsleysið enn þá fremur. Því að ís- lenzkan virðiat einmitt frábærlega vel fallin til heim- spekilegra, eða blátt áfram spaklegra, hugleiðinga Eigi aðeins er hún ótæmandi jarðvegur nýrra orða, ef vér kynnum þar rækt við að leggja, heldur einnig full af fornri vizku og þó einkum einstök orð, fremur en málið,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.