Skírnir - 01.12.1908, Page 55
íslenzk heimspeki.
343
ef gera má þar á greinarmun án þess að valda misskiln-
ingi. Við sum orð verður íhugandanum líkt og að horfa
i djúpspakt auga; þar er svo mikil hugleidd lífsreynsla
bak við.
En hins vegar ber þó að hugleiða, að svo ómetanlega
sem orðin og málið hafa hjálpað hugsuninni, þá er öll
djúp hugsun — og raunar mörg grunn líka — orðlaus i
fyrstu; það er eins og leiftri bregði fyrir í huga mannsins
og honum veitist sú innsýn, sem ef til vill þarf langan
tíma til að koma í orð, og er aldrei auðið tíl fulls. Því
að hvert orð, jafnvel hið viturlegasta, er þó að einhverju
leyti villa, nokkurs konar erfðavilla. Það er því stund-
um, að hugsanir eru viturlegri en orðun þeirra eða orða-
gerfi, en líka eigi ósjaldan þvert á móti, erfðavitið í orð-
unum kemur fram, og það er eins og málið hugsi að
nokkru leyti fyrir þann sem notar það.
II.
Ekki er nú ólíklegt, að í öllum málum muni menn
finna, ef þeir gá vel að, meira eða minna af fornri speki;
því að góð orð munu vanalega vera uppgötvanir hinna
vitrustu, og þeir óvitrari, sem síðan nota þau, geta ekki
altaf slökt þann hugvitsneista, sem í þeim var að upp-
hafi.
En fá mál hyggjum vér að taki í þessu efni fram
íslenzkunni. Ýms orð og málshættir koma oss til að minn-
ast þess, að áður voru hér menn er áttu sér kenningar-
nafnið hinn spaki; málið sjálft sýnir að hér hljóta að
hafa lifað menn, sem með réttu áttu þetta heiðursnafn.
•Og þó að ekki séu aðrir nefndir djúpúðgir en einn kven-
maður, þá mundi það þó hafa verið réttnefni um fleiri.
Annars er það einkennilegt, að eini maðurinn sem sög-
urnar geta um með því kenningarnafni, skuli vera kven-
maður. Weininger mundi vist hafa sagt, að Unnur muni
i raun réttri ekki hafa verið kvenmaður; telur djúpýðgi