Skírnir - 01.12.1908, Síða 56
344
Islenzk heimspeki.
svo ókvenlegan eiginleika. En kyn Unnar hefir þó, eftir
sögunni, mátt sanna með svipuðum rökum og Skarphéð-
inn færði fram, þegar Flosi ætlaði að kvenkenna Njál.
Það er eitt — sem nefna mætti í gamni og þó ekki
alvörulaust — til marks um ágæti íslenzkunnar, að hún
gerir ekki eins upp á milli karla og kvenna eins og
önnur höfuðmál, griska, latína og þýzka, heldur lætur
vera tvenns konar menn, karlmenn og kvenmenn. Það
er eins og einhver kvenréttindahugmynd komi þar bein-
línis fram í málinu; þar er eins og lýst yfir, að ekki sé
til æðra mannkyn og óæðra kvenkyn, heldur að eins
tvenns konar mannkyn. Og auðvitað er kvenmannkyníð
nokkrum rangindum beitt þar sem »maður« er nú undan-
tekningarlaust látið þýða »karlmaður«; það er svolítill
keimur af »kúgun kvenna« í því; tekið aftur það sem
áður hafði veitt verið í málinu. Eg minnist þess hér,
hvað mér lét undarlega í eyrum, þegar gömul og gáfuð
sveitakona (sem nú er því miður dáin) tók svo til orða
um alkunnan kvenskörung, að hún væri »mesti reglu-
maður«. En Aldís gamla hafði alveg rétt að mæla, þá
eins og oftar.
III.
Ihugun íslenzki’ar tungu kemur oss á þá skoðun, að
Islendingar hafi átt ekki einn, heldur marga heimspek-
inga, eða réttara sagt menn sem voru spaklega huga
farnir og að ýmsum ytri ástæðum breyttum, hefðu getað
verið það sem menn í þrengri merkingu orðsins nefna
heimspekinga. Viturleg orð og djúpúðgir málshættir eru
sá arfur, sem þessir spekingar hafa eftirlátið oss, tungan
sjálf er mótuð af vizku þeirra og við meiru getum vér ekki
búist; eins og betur mun verða Ijóst af ýmsu sem síðar
segir. Raunar mætti hér ef til vill líka nefna löggjöfina fornu,
sem kvað vera svo framúrskarandi. Því að lögvitringur-
inn og heimspekingurinn eru um sumt svipaðir að hugar-
fari, og hinir mestu spekingar hafa einmitt verið að leitast